Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Frelsarans slóð

 

Bubbi - Dögun
Dögun 1987

Lag og texti: Bubbi Morthens

Sýndu mér frelsið, flögrandi af ást
falið bak við rimlana þar sálirnar þjást.
Og nöfnin sem hjartað hafði löngu gleymt.
Haltu fast í drauminn sem þig hafði eitt sinn dreymt.

Það fossar blóð í frelsarans slóð
en faðir, það er vel meint.

Sýndu mér böðulinn sem blindan hefur reyrt
og boðorðin tíu sem engu geta breytt.
Hlustaðu á prestana sem bjóða blóðug svör
brosandi færa þér móðurjörð sem gröf.

Sýndu mér mæðurnar sem misst hafa von.
Hversu margar aldrei aftur fá að sjá sinn son?
Sýndu mér blóðvelli hvar bleyður standa vörð
um beinkrossa og frelsi, að friður ríki á jörð.

Sýndu mér gjafirnar sem gefnar voru í trú
að gæfan fylgi barninu, að byssan myndi brú
sem síðan barnið gengi á, brátt færðu að sjá
byssumann á jólatré, þú þarft ekki að hvá.


Vinsældalistar
#4. sæti DV - Rás 2 (4.12.1987) 4. vikur á topp 10*
#7. sæti DV - Íslenski listinn (11.12.1987) 6. vikur á topp 10*
* Listin sem fór í jólafrí kom ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Þá var lagið komið út af lista Rásar 2. en hafði setið í 4. sæti á síðasta listanum fyrir jól.
En á Íslenska listanum hélst það inni og var 8. sæti um miðjan janúar og er því taldar með vikurnar sem listinn birtist ekki. 

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Lagið er til á ensku undir heitinu Voices for freedom og kom fyrst út á Serbian Flower (1988)

Þá var lagið einnig valið á kynningarsafnkassettu (promo) sem Grammið gaf út í samstarfi við Erþaðnúmúsik og Bad Taste. Kassettan hét einfaldlega New Icelandic Music innihélt ýmsar sveitir sem voru á málum þessara fyrirtækja.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.