Lag: Bubbi Morthens, texti: Þorlákur Kristinsson
Þið sögðuð okkur að sitja og bíða
Þið mynduð ráða okkar málum bót.
Við höfum beðið og enn erum að bíða
Þið hafið ekki gert hætishót.
Stór voru orðin og ákveðin loforð
er sögðuð okkar kjör ganga glæpi næst.
Allt reyndust það lygar fæddar við skrifborð
Þið svikuð okkur er þið göluðuð sem hæst.
En þar sem þið sitjið til borðs með því liði
sem hefur það starf að arðræna oss.
Þá skilst að þið eruð sá fjandans flokkur
þið í umslögin laumið Júdasarkoss.
Ég minnist þín Gvendur á fundi út í eyjum
er sagðir þú við okkur: Farandverkarar
leggið ekki baráttuna í hendur á þeim peyjum
sem ekkert annað eru en stéttasvikarar.
Samt ætlar þú sem sveikst fyrst af öllum
Þín byltingarrós hún fölnaði fljótt
og loforðin urðu að steinrunnum tröllum
um leið og þú af fundinum fórst.
Og þar sem þið sitjið til borðs með því liði
sem hefur það starf að arðræna oss
þá sést að þú gerjast í hinum stóra friði
í umslagið laumar þú Júdasarkoss.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
- Þorlákur Kristinsson - The Boys from Chicago (1983)
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





