Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens
Á brúnni þreyttir demantar skríða,
í pelsum og smóking, vofur líða.
Bólgin andlit, frosin blíða,
á brúnni þreyttir demantar skríða.
Undir brúnni samviskan lifir.
Undir brúnni dagsljósið aldrei skín.
Undir brúnni enginn mig fær skilið
samt koma þau öll til mín.
Fljótið er dimmt og fúlt.
Fljótið er vinur minn.
Fljótið er dimmt og klúrt.
Fljótið er hugur þinn.
Á heitum kvöldum, þau titra af losta
andstutt veifa dollurum.
Gljáandi búkar, svala sínum þorsta
í skugga frá neonljósunum.
Nóttin með sinn svarta möttul
ljótleikann hylur.
Nóttin felur hið sanna líf.
Þá útskúfuðu, nóttin skilur
opnar þeim faðminn, dimm og hlý.
Fljótið er dimmt og fúlt
fljótið er vinur minn.
Fljótið er dimmt og klúrt
fljótið er hugur þinn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





