Lag: Ego og Rúnar Erlingsson, texti: Bubbi Morthens
Líkt og forðum að heiðnum sið
að brenna menn á báli,
þeir herja á bæi, boða frið
með glampa af ísraelsku stáli.
Í minningu milljóna gasdauðra manna
réttlæta morð á nýfæddu barni.
Heiminum vilja sína og sanna
að þeir séu guðs útvaldi kjarni.
Limlestir búkar, neyðaróp
fullorðin börnin ærir.
Logandi helvíti, sársaukahróp
saklausir skotnir á færi.
Sandurinn geymir sólhvít bein
ryðgaðar stríðsminjar.
Er ekkert eftir nema minningin ein
í loftinu dauðann þú skynjar.
Í búðum flóttans lifir von
um frjálst Palestínuríki
að þjóðin mun eignast einn daginn son
sem mun birtast í friðar líki.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





