Lag og texti: Bubbi Morthens
Haustið á liti sem málverk hafa keypt
leggjast á sálina færa þig í hlekki.
Rakir litir svo dökkir og djúpir
stundum svo harðir, stundum svo mjúkir.
Ég öskra inní nóttina, svarið er bergmál.
Fastar, hún hvíslar, í augum logar bál.
Mjúkar varir færa mér frið
tíminn þar á eftir aðeins falleg bið.
Í öruggu skjóli milli tveggja handa
ég hjúra mig dýpra þar til ég hætti að anda.
Týni mér í hlýjunni, skynja ekki neitt
nema hjartslátt okkar beggja sem rennur í eitt.
Vindarnir að norðan fara brátt að blása
Þú skilur haustið var aðeins pása.
Ég sé þig í anda vangarnir svo rjóðir
með vagnin á undan, nýorðin móðir.
Ég vona að veturinn verði þér góður
þegar gullið þitt sefur blásandi hljóður
haustið kemur aftur með litina djúpu
litina dökku, litina mjúku.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





