Lag og texti: Bubbi Morthens
Ef Kristur aftur kæmi hér
á krossinn yrð‘ann negldur.
Og kirkjan myndi kenna þér
sem kóngur skild‘ann seldur.
Heimskur einn heiminn sér
hentar sínu taki.
Í nafni kærleiks kúgar hér
með kirkjuna að baki.
Voru orð hans ætluð þér
eignuð þeim sem ekkert sér?
Ekkert svar hefur haldið mér.
Hræsni krossmark gerði hér.
Fæstir trúa á töluð orð
sem tengst kristni gætu.
Klæddir hempu við hlaðið borð
hjarta Guðs þeir ættu.
Ef í Austurstræti stæði hann
í stórum mannahópi.
Frá Kleppi myndu kaupa mann
og kýla í hann dópi.
Voru orð hans ætluð þér
eignuð þeim sem ekkert sér?
Ekkert svar hefur haldið mér.
Hræsni krossmark gerði hér.
Ef Kristur aftur kæmi hér
á krossinn yrð‘ann negldur.
Og kirkjan myndi kenna þér
sem kóngur skild‘ann seldur.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.


_0x90.jpg)


