Lag og texti: Bubbi Morthens
Hvítir vaða dagar
votlendi hjartans
og vekja þig.
Frá yfirborði hugans
ég horfi niður í dýpið
á sjálfan mig.
Í rökkri óttans
hvíslar sálin:
Ég elska þig.
Meðan ómur þess liðna
gárar vatnið
og leggur sig.
Sveimar þú á glærum vængjum
það er kalt þarna inni.
Það er háflóð
úr augum þínum rennur
það er háflóð
og enni þitt brennur
það er háflóð
það skín í mánans tennur.
Já þú þú þú
ein getur vakið mig
já þú þú þú
ein getur vakið mig
já þú þú þú
ein getur vakið mig.
Og aldar gömul sorg vaknar.
Vinsældalistar
#1. sæti DV - Íslenski listinn (17.11.1989) 9. vikur á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi - Nóttin langa (1989)
- Bubbi - Ég er (1991)*
- Bubbi - Sögur af ást landi og þjóð 1980 - 2010 (2010)
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
- Sönghópurinn Rjúkani - Rjúkandi (1994)
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





