Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
Í blokkinni inn í Gnoðarvog sumarið sextíu og átta
sat ég uppi í rúminu, nýbúinn að hátta.
Lög unga fólksins hljómuðu svo hátt út um gluggann
heimurinn var blokkin mín, ég lék mér þar við skuggann.
Síða hárið var draumurinn, en ég var dæmdur til að vera með bursta
dagbjartar nætur fóru í að lesa Basil fursta.
Kaninn var í Víetnam, Mogginn hélt með honum.
Ég hafði fengið áhuga á berum konum.
Pabbi striplaðist vankaður, svo voðalega þunnur
það voru menn í höfði hans berjandi á tunnur.
Ég sá hann aðeins þambandi þorstanum að svala
með þrútin augu og sáran háls, lagðist svo í dvala.
Ég lærði fljótt að pússa skó og plötu fékk að launum.
Ég pældi í Stones á hæsta styrk og gleymdi mínum raunum.
Bræðurnir fóru í Glaumbæ á Bítlaskóm með pela
en báðu mig fyrst að lofa því að ég engu myndi stela.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi - Nóttin langa (1989)
- Bubbi - Ég er (1991)*
- Bubbi - Sögur af ást landi og þjóð 1980 - 2010 (2010, aðeins á DVD útgáfunni)
Athugsemd
Á plötunni Ég er, er þetta lag skráð undir heitinu ,,Sumarið 68".
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





