Lag og texti: Bubbi Morthens
Jesús Kristur er lífsins ljós
lýsir mér veginn minn.
Orð Guðs grær sem rós.
Í garði Drottins frið ég finn.
Ó Drottin sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Ó Drottin sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Drekkur þú af lífsins lind
lifir þú í engri synd.
Slítur af þér óttans bönd
æðrulaus með styrka hönd.
Ó Drottin sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Ó Drottin sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Í myrkri var ég móður, sár
í myrkri gekk ég í sautján ár.
Frjáls finn ég kraftinn þinn
ljósið skín á veginn minn.
Ó Drottin sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Ó Drottin sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Líf í lausn, dýrðin er þín.
Líf í lausn, sólin skín.
Ó Drottinn sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Ó Drottinn sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Ó Drottinn sólin skín.
Ó Drottin dýrðin er þín.
Lagið má finna á eftirfarandi útgáfum
Athugasemd
Textinn hér að ofan er skrifaður upp samkvæmt hljóðvesupptöku lagsins sem kom út á Fjórum nöglum. En Bubbi flutti lagið fyrst á afmælistónleikunum 06.06.06 með örlítið öðrum texta. Við viljum meina að hér sé textinn endnalega eins og Bubbi vill hafa hann.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





