Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Þarna ertu í kyrrðinni
með rykkornum og stjörnum.
Brosir blýtt og sýnir mér
bækur ætlaðar börnum.
Þú sönglar lágt með sjálfri þér
svo undurblítt út í tómið.
Litli prinsinn er vinur minn
þú sönglar út í tómið.
Þarna ertu í kyrrðinni
í salnum gula, víða.
Bakvið augun er öruggt skjól
og kannski vonin blíða.
Ég söngla lágt með sjálfum mér
orð þín út í tómið.
Litli prinsinn er vinur minn
ég söngla út í tómið.
Þarna ertu í birtunni
það er andlit á hverjum glugga.
Þau virðast öll þekkja þig
en hafa enga skugga.
Og ég kyssi þig og hvísla lágt
inn til þín í tómið.
Litli prinsinn er vinur þinn
ég hvísla út í tómið.
Vinsældalistar
#12. sæti DV - Íslenski listinn (9.9.1993) 4. vikur á topp 40
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





