Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Ég er ekki miðill
og ég sé aldrei neitt.
Ég veit ekkert um stjörnumerkin
og mér þykir það ekki leitt.
Ég var nútímamaður
ég var nútímamaður
ég var nútímamaður þangað til í gær.
Ég trú ekki á kristal
né grænmetiskúr
ég trú ekki á andaglasið
nema til að drekka úr.
Ég fíla blár myndir
og ég fæ mér stundum reyk.
Hrá kjötið elska ég
er ég lyfti mér á kreik.
Ég stunda ekki ljósin
náhvítur orðinn ég er
og ég tek með mér leðurjakkann
sama hvert ég fer.
Vinsældalistar
#16. sæti DV - Íslenski listinn (16.6.1993) 6. vikur á topp 40
Lagi má finna á eftirtöldum útgáfum