Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Elítan hún trúir því
ef hún læri frasana rétt
þá sé hún dómbær á listina
hvað sé gott, hvað sé illa gert.
Taktu mig með
berðu mig upp til skýja
taktu mig með
ef þú ætlar þér að flýja
kokteiltrúðarnir koma í kvöld.
Það verða mörgæsir
og síðir kjólar
hýenur og feitir drjólar
frosin bros og slappar kinnar
rotin hjörtu aðeins innar
kokteiltrúðarnir koma í kvöld.
Elítan hún trúir því
menn þurfi að fæðast inn í rétta stétt
til að hafa vit á listinni
læra að hneigja sig og brosa rétt.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





