Ljóð og lag: Bubbi Morthens
Stúlkan sem skrifar ljóð
er með marblett á tungunni
stundum fela orðin
höggin og sorgina
sem eru þarna á milli línanna.
Hvíslar kannski enginn fallegum blómum.
í eyru hennar
þegar hún sefur.
Les enginn húð hennar
við reykelsisilm
og tínir stjörnur úr hárinu.
Er hún þegir
fljúga fiðrildi
úr augum hennar.
Konan bak við ljóðin
fallega þunguð
þegar haustið kemur
verða börnin farin að heiman.
Stundum finnst mér
óhamingjan vera uppsprettan
en hvað veit ég
sem les með hjartanu
ljóð sem segja eitthvað annað.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





