Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Syndir feðranna

Bubbi - Trúir þú á engla
Trúir þú á engla 1997

Lag og texti: Bubbi Morthens

Er síminn hringdi þá svaf borgin.
Ég sat sem lamaður við þá frétt.
Ég fylltist reiði - síðan kom sorgin
sumar fréttir hljóma aldrei rétt.

Ég var orðinn edrú þegar hann fæddist
aldrei gleymi ég þeirri stund.
Sú tíð var liðin er ég drukkinn læddist
um húsið heima með svarta lund.

Og núna sit ég hér
á að svara þér
sit við þetta borð
og þú segir mér
að sonur minn
sé ákærður fyrir morð.

Faðir minn heitinn var harður maður
með hjartað vel falið og ráma rödd.
Okkar heimili varð hans drykkjustaður
við forðuðumst að verða á vegi hans stödd.

Þannig liðu árin uns ég fór að heiman
úti var veröldin svo risastór.
En ættardrauginn ég dæmdist að teyma
drykkjan fylgdi mér hvert sem ég fór.

Ég og mín kona ólum upp þrjú börnin
eftir bestu getu og tíminn leið.
Stundum var vöndurinn eina vörnin
ef villtust börnin af réttri leið.

Hann hef ég elskað frá fyrstu stundu
frá fyrstu mínútu í lífi hans.
En syndir feðranna drenginn minn fundu
og færðu honum að gjöf ólukkukrans.

Sonur minn er ekki illur maður
engin sál veit sinn lífs veg.
Sem lítill drengur var hann góður - glaður
nú græt ég hans örlög  - hryggileg.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.