Lag og texti: Bubbi Morthens
Hvert hefur þú farið
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Ég gekk mig á dalinn fram
hár minn kári
og korríró.
Hvað sástu þar nýlyndra
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Meyjarnar margar
hár minn kári
og korríró.
Kjóstu mér af eina
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Allar voru þær manni gefnar
hár minn kári
og korríró.
Fagur er nú fótur þinn
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Sjaldan hefur hann saurinn troðið
hár minn kári
og korríró.
Fögur er nú höndin þín
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Sjaldan hefur hún gólfið sópað
hár minn kári
og korríró.
Fögur er nú kinnin þín
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Sjaldan hafa tár um runnið
hár minn kári
og korríró.
Fagurt er nú auga þitt
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Lítt er það grátið
hár minn kári
og korríró.
Nú rennur dagur í austri
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Stattu svo þú springir
hár minn kári
og korríró.
Nú verð ég að steini
snör mín hin snarpa
og dillidó.
Engum samt að meini
hár minn kári
og korríró.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum