Lag og texti: Bubbi Morthens
Við lygnan fjörð á fögrum degi
fæddist átján marka peyi.
Faðir hans á árum áður
eignaðist bát og varð fjáður.
Flutti drengi sínum sögu
og söng fyrir hann þessa bögu:
Að örlögin hefðu orpið
öllum kvóda og þorpi
handa karli, föður hans.
Og núna er hann orðinn stór
og hefur allt sem þarf.
Við eigum miðin
en hann fékk fiskinn í arf.
Já núna er hann orðinn sá
á allt plássið og togara þrjá.
Vinalegir eru vinir hans
viljugir þjónar sægreifans.
Félögum sínum sagði sögu
sagði frá pabba og hans bögu.
Að örlögin hefðu orpið
öllum kvóda og þorpi
handa honum, syni hans.
Í kódaklúbb eru strákarnir
kóngar hafsins, greifarnir
þingmenn sína þekkja
sem þjóðina aldrei blekkja
sem lögin setja, lagavissir
og lofa: Enginn þeirra missir
það sem örlögin höfðu orpið
allan kvódann og þorpið
í hendur sægreifans.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





