Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Fagrar heyrði ég raddirnar

 

Bubbi - Arfur
Arfur 1998

Lag og texti: Bubbi Morthens

Fagrar heyrði ég raddirnar
og undarlegan hreim.
Ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim.

Í húsinu uppi á hæðinni þar býr ein.
Á haustin sést hún utan dyra á gangi alein.
Tungurnar í þorpinu þvaðra kvöldin löng
um húsið uppi á hæðinni og undarlegan söng.
Sumir tala um bölvun sem bitur kona kvað.
Aldrei skyldi hamingjan þrífast á þessum stað.
Unga fólkið á fjörðunum þekkir óttans ský.
Í blóma lífsins margir enda snörunni í.

Fagrar heyrði ég raddirnar
sem kölluðu mig heim.
Ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim.

Í húsinu uppi á hæðinni þar bjó ein.
Á haustin sást hún döpur sitja á mosavöxnum stein.
Stundum líða árin, hennar enginn verður var.
og vonin um hamingjuna lifnar aftur þar.
Sumir tala um heitrof og henni eignað það
að hamingjan festir aldrei rót hér á þessum stað.
Söguna virðist enginn þekkja, aðeins orð og orð.
Allt er á huldu þó að sumir hvísli morð.

Fagrar heyrði ég raddirnar
sem kalla á mig heim
Ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim.
          
Fagrar heyrði ég raddirnar
sem kölluðu mig heim.
Ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.