Lag og texti: Bubbi Morthens
Ósögð orð, tifandi sprengja
tærðar æðar, ryðrautt blóð.
Brosið nær ekki til augnanna
innra full af reiði sem er hljóð.
Pollýanna brýnir hnífinn.
Pollýanna sker þig á háls
Pollýanna sker þig á háls.
Losar svefninn, köld af kvíða.
Loftið er ennþá ljósgult.
Múrinn á milli ykkar
rís hærra og hærra.
Glasið frá í gær, barmafullt.
Grafafrfnykur fyllir nasir
fornleifar hugsar hún
góður Guð láttu hann hverfa
kominn út á ystu brún.
Pollýanna brýnir hnífinn
Pollýanna dregur stríðsfánann að hún
Pollýanna sker þig á háls
já, það gerir hún
Pollýanna sker þig á háls
já, það gerir hún
Pollyanna sker þig á háls
já, það gerir hún.
Vinsældalistar
#22. sæti DV - Íslenski listinn í samvinnu við FM957 (8.12.2000) 3. vikur á topp 30
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





