Lag og texti: Bubbi Morthens
Litli strákur með sorg í auga.
Mamma hrekur burtu drauga
sem í draumi um dimmar nætur
vekja lítinn strák sem grætur.
fölur flýr í mömmu ból
finnur þar sitt hlýja skjól.
Öruggt skjól
allir þurfa öruggt skjól.
Litli strákur með blóðugt sárið
mamma strýkur burtu tárið.
Kossinn gerir kraftaverk
mamma er bæði mjúk og sterk.
Pabbi er góður en mamma er mest
af öllu sem er gott og gott er best.
Öruggt skjól
allir þurfa öruggt skjól.
Litli strákur með sorg í auga.
Allir eiga sína drauga
sem hökta um á fúnum fótum
sem í æsku strax skutu rótum.
Þá er gott að eiga með ástinni ból
og eiga við hlið hennar öruggt skjól.
Öruggt skjól
allir þurfa öruggt skjól.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum