Lag og texti: Bubbi Morthens
Dagarnir þeir líða eins og gengur
blaðberinn með drauma fer á stjá
í þessu húsi sefur lítill drengur
í hjarta hans vakir lífsins þrá.
Og ég bíð eftir því
augu hans björt og hlý
lýsi upp daginn minn
og ég skil og finn
lífið bara er.
Dagarnir þeir líða eins og gengur
lífið rúllar eins og vera ber.
Í brjósti mínu er fínt ofinn strengur
sem aldrei slitnar hvernig sem fer .
Og ég bíð eftir því
augu hans björt og hlý
lýsi upp daginn minn
og ég skil og finn
lífið bara er.
Kvöldið líður eins og vera ber
lesa bók og spjalla stutta stund.
Horfa á hann sofa líkist þér
og ég þakka og ég þakka
okkar fyrsta fund.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum