Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég gekk eftir breiðstræti ástarinnar
og ég sá bara hjörtu og blóð
kona hrópar þú ert á leið til glötunar
og í augum hennar brann undarleg glóð
ég sá sjálfan mig syngja um eilífa ást
er það svona sem maður á að þjást
við sjónarhringinn sigldi nóttin inn
svört seglin þau fylltu huga minn.
Ég var í sex skrefa fjarlægð frá paradís
hjarta mitt lá í dvala undir ís
og augun mín voru blind
og augun mín voru blind.
Ég rakst á engil sem leitaði að
stað til að biðja á penna og blað
og saman við báðum inn á reykfylltum bar
báðir í von um að fá rangt svar
hugur minn fangelsi og ég finn ekki út–
gönguleið og innra er allt komið í hnút
breiðstræti ástar þar sem angist og sorg
ástir og örlög fylltu þar torg.
Ég var í sex skrefa fjarlægð frá paradís...
Hinu megin við götuna var garður svo stór
grænn á að líta og þangað ég fór
ég sá fólk híma í biðröð heyrði þúsund radda klið
horfði á þegar þeir opnuðu Edens hlið
og massinn hann ruddist og reyndi í að ná
eplin safaríku sem uxu trénu á
ég sneri við og gekk út á breiðstrætið hvar
gæfan kannski biði mín og hið eina rétta svar.
Ég var í sex skrefa fjarlægð frá paradís...
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum