Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Breiðstræti ástarinnar

 

Bubbi - Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís
Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís 2005

Lag og texti: Bubbi Morthens

Ég gekk eftir breiðstræti ástarinnar
og ég sá bara hjörtu og blóð
kona hrópar þú ert á leið til glötunar
og í augum hennar brann undarleg glóð
ég sá sjálfan mig syngja um eilífa ást
er það svona sem maður á að þjást
við sjónarhringinn sigldi nóttin inn
svört seglin þau fylltu huga minn.

Ég var í sex skrefa fjarlægð frá paradís
hjarta mitt lá í dvala undir ís
og augun mín voru blind
og augun mín voru blind.

Ég rakst á engil sem leitaði að
stað til að biðja á penna og blað
og saman við báðum inn á reykfylltum bar
báðir í von um að fá rangt svar
hugur minn fangelsi og ég finn ekki út–
gönguleið og innra er allt komið í hnút
breiðstræti ástar þar sem angist og sorg
ástir og örlög fylltu þar torg.

Ég var í sex skrefa fjarlægð frá paradís...

Hinu megin við götuna var garður svo stór
grænn á að líta og þangað ég fór
ég sá fólk híma í biðröð heyrði þúsund radda klið
horfði á þegar þeir opnuðu Edens hlið
og massinn hann ruddist og reyndi í að ná
eplin safaríku sem uxu trénu á
ég sneri við og gekk út á breiðstrætið hvar
gæfan kannski biði mín og hið eina rétta svar.

Ég var í sex skrefa fjarlægð frá paradís...

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.