Lag og texti: Megas
Feður til sveita sendið ekki
saklausu litli meybörnin ykkar á mölina.
Þær koma sér barasta í klandur í vistinni
því sú á kvölina sem á volina.
En hvað svosem er þetta annað
en ofvaxin leikfangaborg?
Og yfir glingri í gullstokk
öll hennar gleði og öll hennar sorg.
Ég ætla ekki að fara alla leiðina
kringum Austurvöllinn, nei ekki heilan hring.
Ég hef hórast bæði í Húsinu og Óðali
já og Hótel Borg en guð ég ætla ekki á þing.
Og hver var svo Ísalnds ábati
af innréttingunum hérna á nesinu við sundin?
Jú það var kláði í féð og fransós í lýðinn
og þessi fráleita borg sem maður þrátt fyrir allt er eitthvað svo bundinn.
Ég veit af því það vantar ekki
maður virkar svosem meira og minna í plús.
En hann er að gera mig geggjaðann
þessi gráleiti innréttingarblús.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Megas - Loftmynd (1987)
Athugasemd
Bubbi spilar aðeins á munnhörpu í þessu lagi.