Lag og texti: Bubbi Morthens
Vinur minn og konan hans, eru með barnastóð.
Í kvöld sem leið urðu börnin þeirra óð.
Sjónvarpið það bilaði, Þeim var boðin bók.
Bólgin í framan þau spurðu er þetta djók.
Við viljum nýtt sjónvarp, afruglara með.
Tuttugu rásir sem við getum séð
tuttugu rásir sem við getum séð.
Á elliheimilinu gráa, þar eigrar gamalt fólk.
Engin leið að bjóða þeim flóðaða mjólk.
Sjónvarpið það bilaði, myndin bara fór.
Tárvotum augum þau bauluðu í einum kór.
Raunveruleikinn er ekki lengur keppnisfær.
Hann lagði víst á flótta, ég held að það hafi verið í gær
Hann fór víst í búðina og bað um tæki stór.
Búinn á sál og líkama gat varla lengur tórt.
Keypti risasjónvarp, afruglara með.
Tuttugu rásir sem við getum séð
tuttugu rásir sem við getum séð.
Keypti risasjónvarp, afruglara með
Tuttugu rásir sem við getum séð
tuttugu rásir sem við getum séð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum