Lag og texti: Bubbi Morthens
Í hring, í hring við dönsum nú
Úti er nóttin bjarta
Á lýðræði treystum og höfum trú
sú trú á rót í hjarta
Það koma tímar þá trúin er veik
Og tárin þau blinda auga
Og þjóðin gerist þreytt og bleik
Þá þjóðin trúir á drauga.
Hann flýgur, hann flýgur um loftin blá
Fuglinn sem kom með vorið
Með söngvunum sínum hann kveikir þrá
Meðan frelsið úti er borið
En ég veit að sumarið kemur senn
Með sólskin í þitt hjarta
Þá vakna dag einn alvöru menn
Sem þora meðan aðrir kvarta.
Það koma tímar þá trúin er veik
Og tárin þau blinda auga
Og þjóðin gerist þreytt og bleik
Þá þjóðin trúir á drauga.
Í hring, í hring við dönsum nú
Úti er nóttin bjarta
Á lýðræði treystum og höfum trú
Sú trú á rót í hjarta
En ég veit að sumarið kemur senn
Með sólskin í þitt hjarta
Þá vakna dag einn alvöru menn
Sem þora meðan aðrir kvarta.
ég veit að sumarið kemur senn
Með sólskin í þitt hjarta
Þá vakna dag einn alvöru menn
Sem þora meðan aðrir kvarta.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum