Ljóð: Bubbi Morthens
Það var ein flaska á borðinu
hinar læstar í
greipum þeirra
að smíða hús er
alveg eins hvar sem er
sagði sá ljóshærði.
Þeir nota of lítið timbur
sagði sá sem var dapur
heima eru öll hús
úr timbri lifandi hús
ekki köld
eins og hér
grá og köld.
Sá sem hélt á dúkahnífnum
var með tryllingin
í augunum
þegar þeir komu í klefann
að ná í hann
mundi hann ekki
neitt.
Athugasemd
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





