Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Ég er

Þegar við Bubbi settumst niður tilað hlusta á hljóðritanir frá tónleikum han á Púlsinum í fyrra og velja lögin sem átti að hljóðblanda rifjasist upp fyrir mér að það eru liðnir tæpir tveir áratugir frá því fundum okkar bar fyrst saman. Það var í herbergiskytru sem hann leigði uppi á hanabjálka húsi einu við Hólavallakirkjugarðinn.

Þetta var um vetur. Bubbi var nýkominn að austan eftir að hafa verið í línubeitningu og hendurnar á honum voru bólgnar eftir kuldann og krókana. Það voru sameiginlegir vinir sem kynntu okkur, félagar Bubba sem farið höfðu í menntaskólanám á meaðn hann vann í fiski og aflaði gjaldeiristekna fyrir þjóðina. Ekki datt mér í hug þetta kvöld að þessi samanrekni vinnuþjarkur ætti eftir að dáðasti dægurlagasöngvari og lagasmiður okkar, en ég heyrði strax og hann tók upp gítarinn og fór að leika lögin sín, að hann bjó yfir miklum hæfileikum. Megas og Bob Dylan voru hans goð og mest af öllu langaði hann til að geta fetað í fótspor þessara lærimeistara sinna. Sagði að þetta væri glamur til að stytta sér stundirnar á verbúðunum og skemmta strákunum.

Nokkru löngu síðar hittumst við á förnum vegi og tókum tal saman. Þá var ég að skipuleggja tónleika á vegum Jazzvakningar sem halda átti í Glæsibæ. Var ætlunin að fá unga tónlistarmenn til að troða upp með frumsamið efni. Ég stakk upp á því við Bubba að hann kæmi með gítarinn og tæki nokkur lög. Eftir nokkrar fortölur samþykkti hann það. Bubbi kveið þessu kvöldi mjög, ég vissi það. Þessvagna bað ég skólafélaga minn, sem vafnframt var vinur Bubba um að sjá til þess að hann mætti á tónleikana á réttum tíma, sem hann gerði.

Þetta nóvemberkvöld 1976 kom Bubbi í fyrsta sinn fram á tónleikum með kassagítarinn fyrir fullu húsi. Hann flutti lög við eigin texta og annara og heillaði alla viðstadda  með flutningi sínum. Var honum fagnað vel og klappað löf í lófa. Strax að leik loknum hvarf hann á braut og við hittumst ekki fyrr en nokkrum vikum seinna. Bubbi sagði mér þá að sér hafi liðið einkar illa meðan á tónleikunum stóð og reiknaði ekki með að koma nokkrun tímann fram opinberlega aftur. Hann stóð við það í nokkur ár, en 1978 kom Bubbi fram á tónleikum í Norræna Húsinu og frá 1980 hefur hann sennilega haldið fleiri tónleika og komið víðar fram á landinu en nokkur annar íslenskur tónlistarmaður.
Bubbi hefur ýmsit komið fram einn með kassagítarinn og munnhörpuna, eða með kröftugum rokksveitum. Hann hefur aðeins stígið í vænginn við djassinnm en blúsinn hefur alla tíð fylgt honum eins og skugginn.

Það er gerólíkst að hlusta á Bubba á tónleikum eða á plötum Og tónleikar Bubba eru aldrei eins. Það skapast oft sérstök rafmögnuð stemming, sem byggir ekki síður á fólkinu í salnum en sálarástandi Bubba sjálfs hverju sinni. Þessi sérstaka stemming getur stundum virkað eins og galdur á viðstadda sem fara heim að tónleikum loknum glaðir í sinni, vitandi að þessi stund sem þeir voru að upplifa kemur aldrei aftur. Eina leiðin til að endurlifa hana er að fá hljóðupptöku sem gripið hefur andrúm tónleikanna og hlusta í andakt góðu tómi.

Þessi tónleikaútgáfa er einmitt frá mögunuðum tónleikum sem Bubbi hélt ásamt félögum sínum í Púlsinum 15. október 1990. Loftið var þrungið spennu. Við hljóðblöndun og frágang þessa efnis var lögð áhersla á að láta stemminguna koma í gegn. Platan hefst á sama lginu og tónleikarnir og við fylgjum Bubba í gegnum efnisskránna að lokasöngnum og endum á uppklappslaginu. Einu breytingarnar eru þær að hér eru aðeins tólf lög af þeim átján sem flutt voru á tónleikunum.

Tvö laganna, Rómantík nr. 19 og Þarafrumskógurinn, hafa aldrei verið hljóðrituð áður og voru frumflutt á þessum tónleikum. Hin lögin níu hafa öll komið út áður í flutningi Bubba, en í annars konar útsetningum.

Þetta er í rauninni fyrsta hljómleikaplata Bubba sem stendur fullkomlega undir nafni. Reyndar var platan Blús fyrir Rikka sem kom út árið 1986 að hluta til hljóðrituð á tónleikum, en á henni voru einnig lög sem tekin voru upp í hljóðveri.

Nú þegar 15 ár eru liðin frá því Bubbi Morthens kom fyrst fram á opinberum tónleikum er löngu orðið tímabært að okkur aðdáendum hans gefist kostur á að fá hann til að halda tónleika inni í stofu hjá okkur.

Jónatan Garðarsson

Ofangreind grein birtist fyrst á innlegii plötunnar Ég er (1991)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.