Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Sögur 1990-2000

...En ég er bara ég, allt annar í dag en ég var í gær. Allt öðruvísi á morgun. Svo get ég orðið eins og ég var fyrir viku.
Ég er það sem fólk heldur að ég sé. Ætli það séu ekki til hundrað og fimmtíu útgáfur af mér? kannski þúsund...
(úr bókinni Bubbi, 1990)
 

Sögur II 1990 - 2000 er eins og titillinn ber með sér framhald útgáfunnar  Sögur 1980 - 1990 sem út kom árið 1999 það er úrval lag frá sólóferli Bubba Morthens það tímabil, hér er næsta áratug gerð sömu skil og hefst þar sem hinum lauk, á plötunni Sögur af landi (1990).

Sú plata verður að teljast um margt merkileg. Auk þess að vera söluhæsta skífan hér á landi 1990 markar hún ákveðin kaflaskil í ljóðagerð Bubba og leikur Sonnetta lykilhlutverk í því sambandi. Þar sté Bubbi inn á brautir sem liggja eins og rauður þráður í gegnum þennan áratug, það er að nýta sér gömul og næsta horfnin ljóðform.

Rokkstjönudraumurinn hafði löngu ræst og hann því ekki lengur markmið í sjálfum sér. Bubbi hafði árið 1990 starfað við list sína í heilan áratug og lengst af þann tíma verið vinsælast tónlistarmaður landsins en um leið sá umdeildasti. Þessi staðreynd gaf honum tækifæri á að láta gamla drauma rætast. Einn þeirra var að gera plötu undir spænskum eða suður-amerískum áhrifum og það gerðist með plötunni Von (1992). Til að hljóðrita þá plötu var haldið til Kúbu þar sem grunnar hennar voru hljóðritaðir með þarlendri sveit, Sierra Mastera. Sér til halds og trausts fékk hann Eyþór Gunnarson sem útsetjara en samvinna þeirra félaga hefur enst út allan þennan áratug. Tónlistarhliðin á Von var ólík því sem Bubbi hafði áður sent frá sér. Þó að hann hafi áður gælt við þessar tónlistarstefnur hafi hann ekki stigið skrefið til fulls fyrr. Þrátt fyrir fjörug lög og útsetningar eru ljóðin undarleg blanda. Annars vegar tregafull saknarðar- og minningarljóð , hins vegar ádeiluljóðin sem Bubbi var  þekktur fyrir. Þessi leikur hans að andstæðum, létt tónlist með innihaldsríkum ljóðum heppnaðist fyllilega. Bubbi beygir sig þó ekki fyrir forminu, heldur nær að sveigja það að sér og ljóðagerð sinni.  Enn á ný stækkaði hann hlustendahóp sinn , enn á ný kom hann hlustendum sínum á óvart.

Þegar Bubbi gerðist svo ósvífinn að sumra mati að gera heila plötu  um ástina töldu margir að nú hefði honum fatast flugið. Þessi harði rokkari væri heillum horfin. Það tók hlustendur mislangan tíma  að uppgötva að þeir höfðu í höndunum einhverja þá persónulegustu plötu sem út hafði komið hér á landi.
Andstæða óhamingjunnar er hamingjan og það var einmitt það sem Bubbi var að opibera, eigin hamingju yfir því að vera ástfanginn heimilisfaðir. Öllu persónulegra gerist það ekki. En platan gerir meira en lýsa ástum Bubba til fjölskyldu sinnar. Þar er og að finna lagið Horft til baka sem túlkað hefur verið sem svanasöngur hans til plötunnar Kona (1985). Þessa kenningu má rekja til textans sem var hljóðritaður undir heitinu Skilnaður það þykir undirstrika að Bubbi kveðji ákveðið tímabil ferilsins með sátt í huga.

Þessi augu minna á herskip hjartans
sem hljóðlaus sigla vokandi dimmrautt hafið.
Tundurskeytaorðin finna í myrkrinu markið
og móðurskip heilans liggur í djúpinu grafið.

Segja má að næsta plata Bubba Þrír heimar (1994) sé upphaf á einskonar smásagnarsafni sem nær til þriggja platna. þ.e. 3. heimar, Allar áttir (1996) og Trúir þú á engla (1997) en sú síðasta var unnin undir heitinu Syndir feðranna, á vormánuðum 1997.
Á þessum þrem plötum sem meðal aðdáenda hafa verið nefndar samfélagstríógía Bubba eru lögin eins og sjálfstæðar sögur. Titlarnir þrír lýsa innihaldinu vel þar sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki það samfélag sem við lifum í en um leið þættir þess sem fæstir vilja nokkuð vita um. Ólíkt því sem Bubbi gerði í upphafi ferilsins er hann gaf yfurlýsingar, lét skoðanir sínar afdráttarlaust í ljós eða hjó mann og annan, spyr hann nú áleitinna spurninga og lætur hlustandanum eftir að svara.

Inn á milli þessara þriggja platna sendi Bubbi frá sér tvö verk sem líta má á sem einskonar hliðarverk. Það fyrra Í skugga Morthens (1995), sem er sólóplata í þröngum skilningi þess orðs, hefur verið túlkuð sem virðingarvottur við Hauk Morthens föðurbróður Bubba. Á þeirri plötu flytur Bubbi áður þekkt verk er Haukur hafði hljóðritað. Bubbi nálgast þessi lög með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Síðara verkið var stómerkileg ljóðaplata. Hvíta hliðin á svörtu sem sumir sjá sem ævisögu Bubba í knöppu ljóðaformi.


Með plötunni Arfur (1998) sýnir Bubbi okkur fjársjóðinn sem finna má í menningararfi okkar Íslendinga, Hann sýnir þar og sannar að í þann brunn má alltaf sækja og að vikivakar og þulur eru fyllilega nothæfar í dægurtónlist nútímasns. Bubbi lét ekki þar við sitja heldur leitaði aftur til liðinna tíma í tónlistinni er hann sendi frá sér plötuna Bellman (2000) sem hann vann í samstarfi við Guðmund Pétursson. Fullyrða má að þar hafi Bubbi bætt enn einu blómi í hnappagat íslenskrar dægurtónlistar. Sú plata mun fyrr eða síðar verða talin til meistaraverka í Íslenskri plötuútgáfu á þessum áratug.

Þegar litið er yfir tónlist Bubba 1990-2000 sést glögglega fjölbreytnin í henni, allt frá ástarljóðum til rokklaga G.C.D., frá vikivökum og þulum til óbundinna ljóða, frá gömlum perlum Hauks Morthens til drykkjusöngva Bellmans, frá einfaldleika trúbadúrsins til suður-amerískra takta. Sá tónlistarauður sem liggur eftir Bubba Morthens mun seint metin til fjár, en sú staðreynd stendurað þessi auður mun með áhrifum sínum auðga íslenska dægurtónlist um alla framtíð.

Bárður Örn Bárðarson
Greinin hér að ofan birtist fyrst í innleggi plötunnar Sögur 1990-2000 (2000)
Athugasemd: feitletraði inngangurinn í upphafi greinar féll út af einhverjum orsökum við gerð plötunnar en hefur hér verið settur inn að nýju. (höf)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.