Lag og texti: Bubbi Morthens
Vissir þú að Alcoa enga djöfulls heimild hefur
Álver sitt að reisa við fjörðinn sem sefur
nema umhverfismat hafi áður átt sér stað
Stjórnvöld brjóta lögin og fara létt með það.
Menn bíða eftir matinu en samt er hún að rísa
Lýðræðið er lygavefur þar sem yfirvöld hýsa
í skúmaskotum skítinn og leyndarmálin geyma
þeir treysta því í landinu sé fólkið fljótt að gleyma
Góður straumur næstu hundrað ár
góður straumur þarf allar ár
Landsvirkjun á róðri sínum alla daga mokar
sá sem fer á móti okkur á framtíðina lokar
Í almannafé sækja þeir og fegra sína mynd
siðferðisvitund þeirra virðist vera orðin blind
Stjórnvöld nota lögreglu og leggja henni ráð
Léggja í þá sem mótmæla og elta uppi sem bráð
Staðreyndin er okkar megin bullið það er þitt
urð og grjór eru lítils virði orkan hún þarf sitt
Góður straumur næstu hundrað ár
góður straumur þarf allar ár
Ef þú elskar landið þitt og finnst það skipta máli
að framtíð þín sé ekki háð heimsmarkaðsverði á áli
Þá er réttur þinn að mótmæla og mundu alltaf það
maður getur öllu breytt ef allir hjálpast að
Stjórnvöld virða stjórnaskrár
góður straumur þarf allar ár.
Athugasemd
Hefur líka verið kallað Álverslagið. Óútgefið.