Lag og texti: Bubbi Morthens
Hvernig má það vera að við samþykkjum það
samþykkjum lygar þó við vitum að
Þeir benda í austur en segja norðurátt
sannleikann svívirða brútalhrátt.
Bandarískir dátar drepa konur og börn
bera síðan fyrir sig það hafi verið vörn
Afganistan, Írak þeir nota þessi orð:
Baráttan við hin myrku öfl ráttláæta morð.
Maðurinn lifir ekki bara á brauði
hið andlega orð þeirra þýðir bara dauði
Óttinn er leikurinn.
Óttinn er leikurinn.
Óttinn er leikurinn.
Óttinn er leikurinn sem er leikinn af þeim
Músliminn er myrkrið sem kemur til þín heim
undir rúmi, inn í skáp, hvert sem þú ferð
óvinurinn er eitthvað sem þú aldrei sérð.
Frelsið frá þér taka, treysta síðan því
að ótti þinn við eitthvað sem þú botnar ekkert í
gefi þeim leyfi til að fylgjast með þér
og svarið verður alltaf ennþá stærri her.
Maðurinn lifir ekki bara á brauði
hið andlega orð þeirra þýðir bara dauði
Óttinn er leikurinn.
Óttinn er leikurinn.
Óttinn er leikurinn.
Óttinn flæðir sem flóðbylgja um heim
fylgir þú okkur ekki ertu einn af þeim.
Óttinn er leikurinn sem er leikinn í dag
og lýgin, mundu alltaf, vera þér í hag.
Maðurinn lifir ekki bara á brauði
hið andlega orð þeirra þýðir bara dauði
Óttinn er leikurinn.
Óttinn er leikurinn.
Óttinn er leikurinn.
Athugsemd
Þetta er eitt fjölmargra óútgefinna laga Bubba. flutt m.a. í Íslandi í dag árið 2005.