Lag og texti: Bubbi Morthens
Á miðnætti liggur leiðin heim
læðist um Austurstræti
með lífið í lúkunum horfi ég um öxl
varlega stíg niður fæti.
Yfir hlandpolla hoppandi
yfir ælurnar skoppandi
ég leita hvar er leigubíll
Nú heyri ég öskur
nú heyri ég stunur
Ó, hvílíkur mundur að ég er ekki bleikur fíll.
Enginn er óhultur á röltinu hér
í miðbænum seint um kvöld
Hér berja þau börnin, roskið fólk
brosandi á nýrri öld.
Yfir hlandpolla hoppandi
yfir ælurnar skoppandi
ég leita hvar er leigubíll
Nú heyri ég öskur
nú heyri ég stunur
Ó, hvílíkur mundur ég er ekki bleikur fíll.
Þetta er fjölskylduvæn borg borgari góður
með búllur og súludans
Spilakassar lokka lukkunnar fíkla
Í námunni kaupir þú krans.
Yfir hlandpolla hoppandi
yfir ælurnar skoppandi
ég leita hvar er leigubíll
Nú heyri ég öskur
nú heyri ég stunur
Ó, hvílíkur mundur ég sé ekki bleikur fíll.
Já þökk sé þeim sem þekkja til vandans
við þurfum í tánið meira líf
slagsmál og rán rúntin upp lífga
verum ekki þver og stíf
Yfir hlandpolla hoppandi
yfir ælurnar skoppandi
ég leita hvar er leigubíll
Nú heyri ég öskur
nú heyri ég stunur
Ó, hvílíkur mundur ég er ekki bleikur fíll.
Já Reykjavíkurljósin þau loga
loga sem vitar um nótt.
Og menningarljónin í myrkrinu lýsa
og malbikið vex hægt og hljótt.
Yfir hlandpolla hoppandi
yfir ælurnar skoppandi
ég leita hvar er leigubíll
Nú heyri ég öskur
nú heyri ég stunur
Ó, hvílíkur mundur ég er ekki bleikur fíll.
Athugasemd
Óútgefið flutt á Þorláksmessu árið 2000
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





