Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég mætti í vinnu í morgun, ég var einn af þeim
Ég mætti í vinnu í morgun, ég var einn af þeim
Mér var sagt upp störfum, ég var sendur heim
Ég hími allann daginn heima, hálftómt er mitt hús
Ég drekk til að reyna að gleyma, bankinn á þetta hús
Hann er að drekkja mér mamma, þessi atvinnuleysisblús.
Á nóttinni kemur kvíðinn, bænin er engin vörn
á nóttinni geysar hríðin, bænin er engin vörn
Ég sé óttann í augum konunnar, hvað verður um mín börn?
Vextir hækka og hækka, heimur minn hruninn er
Lánin stækka og stækka, það flæðir hratt undan þér
Á morgun tekur krónan glottandi húsið af mér.
Athugasemd
Frumflutt í útvarpsþættinum Færibandið á Rás 2 þann 10. nóvember 2008.