Lag og texti: Bubbi Morthens
Hún amma mín sagði að í lífinu hér
verja krónuna væri ætlað mér
Hún væri prins í álögum vondra manna
Krónan væri málið það væri mitt að sanna.
Hún amma mín sá þessa allt
að vanþakklætið yrði þúsundfalt.
Já hún amma mín vissi það væri naðra
við brjóst mitt ég væri of stór fyrir aðra.
Lokaðu landinu sú gamla kvað
tuktaðu flokkinn þinn amma mín bað.
Hún amma mín sá þetta allt
að vanþakklætið yrði þúsundfalt
Hún sá það líka ég yrði forsætisráðherra
mér við hæri hönd vöndur og hýðingarsperra.
Já hún amma mín sá þetta allt
að vanþakklætið yrði þúsundfalt.
Hún amma mín sá aurgoðann gapa
af græðgi en hún sá hann líka tapa.
Sá mig berjast og höggva ‘ann í skankann
sá mig fella helvítis bankann.
Hún amma mín sá þetta allt
að vanþakklætið yrði þúsundfalt.
Hú amma míns agði ég væri gallagripur
með mér og pabba væri sterkur svipur.
Hún vissi sannarlega hvað hún söng
fyrir austan vetrarkvöldin löng.
Hún amma mín sá þetta allt
að vanþakklætið yrði þúsundfalt.
Hún sá það líka ég yrði forsætisráðherra
mér við hæri hönd vöndur og hýðingarsperra.
Já hún amma mín sá þetta allt
að vanþakklætið yrði þúsundfalt.
Hún amma mín vissi að flokkurinn sviki
mig áður en stólarnir söfnuðu ryki.
Hún amma var skygn, sá það allt
að á toppnum yrði mér alltaf kalt.
Hún sagði einn daginn myndi landið brenna
það væri öllum öðrum en mér að kenna.
Hún amma mín sá þetta allt
að vanþakklætið yrði þúsundfalt.
Athugsemd
Þetta lag var frumflutt í Færibandinu á Rás 2 mánudaginn 17. nóvember 2008.