Lag og texti: Bubbi Morthens
Er hægt að hlusta á meira
hreinsið þið mitt eyra
af drullu ag skít
Fréttir af Ingu og Geira
látlaust að leira
með munninn dullann af krít.
Það eru menn að hnýta snörur rökkurmiðum á
Augun eru svört, bikasvört að sjá.
Hér kemst ekki gleðin á elskulega systir
Við skulum aftur dansa þegar byrtir.
Myrkrið oss mæðir
napurt kulið næðir
er ekkert skjól að fá?
Aurgoðinn oss hæðir
öllum blæðir
Brimskaflinn skellur á.
Það eru menn að hnýta snörur rökkurmiðum á.
Augun eru svört, bikasvört að sjá.
Hér kemst ekki gleðin á elskulega systir
við skulum aftur dansa þegar byrtir.
Aftur mun sólin skína,
á grasið fína
og vonin vaxa á ný
en núna hnífa að brýna,
er fólk sem vill sýna
reiði sína
svarta sem þrumuský.
Það eru menn að hnýta snörur rökkurmiðum á
Augun eru svört, bikasvört að sjá
Hér kemst ekki gleðin á elskulega systir
Við skulum aftur dansa þegar byrtir.
Við skulum dansa aftur þegar byrtir
Við skulum dansa aftur þegar byrtir.
Athugsemd
óútgefið, frumflutt í Færibandinu á Rás 2, 24 nóvember 2008