Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

2007

Janúar 2007 Netlistinn sem byggður er á sóttum og seldum lögum á Tónlist.is birtir lista yfir vinsælustu lögin 2006. Í efsta sæti listans sat lagið Með þér eftir Bubba Morthens í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Fram kemur í frétt með listanum að yfir 2000 eintök hafi selst af þessu lagi frá því það kom út sumarið 2006. 
 

jan0722. janúar 2007 var Bubbi mættur á Classik Rokk við Ármúla í félagi við Guðmund Pétursson og saman blúsuðu þeir í rúma klukkustund. Bubbi sýndi þar og sannaði að blúsinn er honum í blóð borinn og skipti engu hvort það voru gamlir standardar eða nýtt og óútgefið efni. Þeir sem mættu voru á einu máli um að kvöldið hefði verið frábært. Eftir tónleikana lét einn gestanna þau orð falla að Bubbi hafi örugglega verið svartur blúsari í einhverju sinna fyrri lífa.
 

25. janúar 2007 var fyrirhuguðum tónleikum Bubba í Sjallanum á Akureyri frestað á síðustu stundu vegna veikinda Bubba. Svo virtist sem Bubbi væri kominn með brjósklos í háls auk þess sem hann fann fyrir dofa í fingrum hægri handar.
 

31. janúar 2007 Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Borgarleikhúsinu. Bubbi Morthens tók þar á móti verðlaunum sem flytjandi ársins en hann hafði að auki verið tilnefndur sem söngvari ársins. Þann heiður hlaut Björgvin Halldórsson.
 

1. febrúar 2007 var áætluðum tónleikum í Stapanum FRESTAÐ (til eiðlífðarnóns).
 

2. febrúar 2007 Akureyrartónleikar aftur á dagskrá. Eins og þeir voru auglýstir á heimasíðu Sjallans: Taka 2, Bubbi í Sjallanum 2. febrúar 2007. Þar gekk allt upp og góð stemmning.
 

9. febrúar 2007 DV segir frá því að Bubbi ætli að vinna plötu með hluta hljómsveitarinnar Mínus, þeim Bjarna Magnúsi Sigurðssyni, Birni Stefánssyni og Frosta Logasyni. Þessar fyrirætlanir urðu þó að engu því eftir að málið dróst urðu mannabreytingar á Mínussveitinni. 
 

16. febrúar 2007 Fréttablaðið greinir frá því að Bubbi vinni að nýrri bók undir merkjum JPV útgáfunnar og viðfangsefnið séu veiðisögur Bubba. Silja Aðalsteinsdóttir vinnur verkið með honum sem skrásetjari og bókin væntanleg á markað fyrir jólin 2007.
 

21. febrúar 2007 var mál Bubba gegn Hér og nú, ritstjóra þess og eigenda 365 prentmiðla tekið fyrir í Hæstarétti.
 

2. mars 2007 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Bubbi vann í Hæstarétti. Fyrrum ritstjóra Hér og nú var gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í miskabætur og fyrirsögn blaðsins "Bubbi fallinn" var dæmd dauð og ómerk.
 

200703044. mars 2007 var Bubbi með tónleika í kirkjunni á Ísafirði. Samkvæmt frétt BB á Ísafirði voru þessir tónleikar liður í Sólrisu Menntaskólans á Ísafirði. Talsverður tími var þá liðinn frá því Bubbi hafði haldið tónleika á staðnum og var mæting á tónleikana góð eða um 150 manns. Bubbi valdi kirkjur landsins sem tónleikastað nokkuð oft þetta árið. Óneitanlega gladdi þetta marga aðdáendur sem tóku því betur að sitja á hörðum kirkjubekkjum landsins en öldurhúsum með því skvaldri sem oft fylgja þeim (við fengum þessa mynd að láni hjá BB á Ísafirði af Bubba).
 

i-pod077. mars 2007 Bubbi og Apple IMC undirrita samstarfssamning um sérútgáfu á iPod merktum Bubba og fylgdi honum sérstök safnplata sem fékk heitið Góð Verk 07. Allur ágóði sölunnar skyldi renna til unglingastarfs SÁÁ. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur tónlistarmaður gerir slíkan samning og framleiddur er sérstakur iPod merktur honum. Ný síða í dagbók Bubba Morthens sem fellur í kaflann Góð Verk.
  

18. mars 2007 Bubbi var meðal gesta í 35 ára afmæli umboðsmannsins Einars Bárðarsonar sem hann efndi til í Smáralindinni. Bubbi flutti þar nokkur lög við fögnuð viðstaddra.
 

Maíbyrjun 2007 Þeir bræður Bubbi og Tolli efna til listviðburða í Lúxemborg á vegum Kaupþings. En þeir bræður hafa unnið saman öðru hvoru í gegnum tíðina og Bubbi ekki óvanur að mæta með gítarinn við opnanir á málverkasýningum Tolla.
 

25. maí 2007 Bubbi kemur fram í þættinum Leitin að strákunum á Stöð 2.
 

29. maí 2007 Safnplatan Óskalög sjómanna, kemur út. Þar á Bubbi tvö lög sem reyndar höfðu bæði komið út á plötum hans en það eru lögin Simbi sjómaður og Íslenskir sjómenn, in memorium.
 

valamatt0731. maí 2007 Bubbi er fyrsti gestur Völu Matt í nýrri þáttaröð á Stöð 2 - Matur og lífstíll. Sama dag er greint frá því að í bígerð sé að Bubbi taki að sér sjónvarpsþátt á Stöð 2, Bandið hans Bubba. Þar sé ætlunin að finna söngvara og eina krafan er að sungið sé á íslensku.
 

4. júní 2007 Safnpakkinn 100 Íslensk 80's lög kom út en þar kemur Bubbi við sögu í einum 12 lögum. Meðal annars er þar að finna lagið Vopn og verjur sem Varnaglarnir settu á safnplötu á sínum tíma en kemur þarna út á CD í fyrsta sinn.
 

17. júní 2007 Bubbi var sérstakur gestur Hemma Gunn í þætti hans á Bylgjunni og spilaði þar nokkur lög. Meðal annars frumflutti hann lag sem hann kallar Hægt andlát 14 ára stúlku.
 

7. júlí 2007 Bubbi kom fram ásamt bandinu Stríð og friður á tónlistarhátíðinni Lopapeysan á írskum dögum á Akranesi. Aðrir sem fram komu þetta kvöld voru Raggi Bjarna og Buff. Kvöldið eftir mætti sveitin með Bubba í fararbroddi á útitónleika í Smáranum á Landsmóti UMFÍ.
 

20. júlí 2007 25 ára viðhafnarútgáfur Ego-platnanna Breyttir tíma og Í mynd koma út.
 

5. ágúst 2007 Bubbi kom fram á Þjóðhátíð í Eyjum.

17. ágúst 2007 Bubbi spilaði á stórtónleikum Kaupþings á Laugardalsvelli. Stuðmenn, Todmobil, Mugison, Nylon, Björgvin Halldórsson og fleriri komu einnig fram. Bubbi sýndi hér og sannaði, enn og aftur, hvers hann er megnugur einn með gítarinn.
 

poulkrebbs13. spetember 2007 hélt Poul Krebs tónleika í Borgarleikhúsinu. Sérstakir gestir voru Bubbi ásamt Stríð & friði. Bubbi byrjaði ásamt sveit sinni síðan mætti Poul á sviðið og tóku þeir saman eitt lag áður en Bubbi eftirlét honum sjóðheita aðdáendur.
 

10. október 2007 var Bubbi ásamt tökuliði og öðrum aðstoðarmönnum komnir til Bolungavíkur. Þar fóru fram áheyrnarprufur fyrir væntanlegan sjónvarpsþátt, Bandið hans Bubba.
 

17. október 2007 var komið að Akureyringum og nærsveitungum að spreyta sig í áheyrnarprufum fyrir sjónvarpsþáttinn Bandið hans Bubba.
 

24. október 2007 var Neskaupstaður málið fyrir verðandi söngvara í Bandinu hans Bubba, en þetta kvöld fóru fram áheyrnarprufur á staðnum.
 

27. október 2007 kom Bubbi ásamt öðrum meðlimum GCD  fram í Laugardalshöllinni á stórtónleikum Rúnars Júl. Flottir tónleikar hjá rokkgoðinu Rúnari.
 

200711033. nóvember 2007 voru síðustu áheyranaprufurnar fyrir sjónvarpsþáttinn Bandið hans Bubba á Gauki á Stöng, þar sem þessi mynd var tekin. Líkt og á öðrum slíkum prufum var vel mætt og komu um 50 manns á Gaukinn (mynd: mbl/G.Rúnar).
 

9. nóvember 2007 var hátíðlega haldinn dagur íslenskrar tónlistar. Að því tilefni var einungis leikin íslensk tónlist á Rás 2. Poppland með þá Guðna Má Henningsson og Ólaf Pál í fararbroddi sendi m.a. beint út frá veitingastaðnum Organ, sem er reyndar í eigu fyrrum eiginkonu Bubba, Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur. Áætlað hafði verið að Bubbi kæmi og léki nokkur lög á milli klukkan 13 og 14, en skömmu eftir að frést hafði að Bubbi væri í nuddi var hann afboðaður og sagður hálf lasinn.
 

9. og 10. nóvember 2007 mætti Bubbi ásamt Stríð og friði til miðnæturtónleika á Nasa, föstudags, og laugardagskvöld. Þar var boðið upp á veislu í formi margra eldri og þekktri laga Bubba í bland við nýtt efni.
 

16. nóvember 2007 var Bubbi með tónleika í Kóngsins Köben. Líklega var megnið flutt á íslensku þó ætla megi að slett hafi verið á dönsku þetta kvöld.
 

Desember 2007 Bubbi brá sér í hljóðver og tók þar upp nýja útgáfu lagsins Ísbjarnarblús ásamt Stórsveit Reykjavíkur. Lagið var síðar sett í spilun á flestar útvarpsstöðvar og var liður í kynningu á tónleikum Bubba og Stórsveitarinnar sem áætlaðir voru í Laugardalshöllinni 5. janúar 2008.
 

2007121414. desember 2007 mætti Bubbi hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í viðtal og frumflutt var lagið Ísbjarnarblús við undirleik Stórsveitar Reykjavíkur. Rúmum klukkutíma síðar eða um klukkan 14:00 var Bubbi mættur hjá Óla Palla á Rás 2 og sagan endurtekin. Viðtal og lagið leikið. Viðtalið hjá Óla Palla var þó að mörgu leyti bitastæðara þar sem Bubbi talaði enn og aftur um reggae plötu og jólaplötu. Ýmislegt annað bar á góma, svo sem Robbie Williams og Led Zeppelin. 

21. desember 2007 Bubbi ásamt Stórsveit Reykjavíkur tóku tvö lög í Sérstökum jólaþætti Kastljóss Ríkissjónvarpsins, Þingmannagælu og Ísbjarnarblús. Útsetninguna gerði Þórir Baldursson.
Frá því hafði verið sagt í Fréttablaðinu 19. deseber að Björgvini Halldórssyni hafði verið boðið að koma fram í jólaþætti Kastljóssins en afþakkað og hafi Þórhallur Gunnarson umsjónamaður ekki vandað Bó kveðjurnar í umtali eftir það. Bubbi hafi aftur á móti þáð boðið og fengið laun upp á eitt hundrað þúsund krónur fyrir að koma sem hann hafi látið renna til góðgerðarmála. Hvort sagan tilheyri "gulu"pressunni eða ekki skal ósagt látið" Þegar voru tónleikar Bubba og Stórsveitarinnar í Laugardalshöll ætlaðir 4. og 5. janúar 2008.

23. desember 2007 voru árlegir Þorláksmessutónleikar Bubba haldnir á Nasa. Nú í samstarfi við Vodafone og í beinni útsendingu á Bylgjunni. Uppselt að venju. Það óvenjulega var hins vegar að í lok tónleikanna brutust út hópslagsmál og samkvæmt fréttum Bylgjunnar af málinu var um 10-15 manns sem þátt tóku í látunum. Þar var einnig greint frá því að Bubbi hafi haldið sínu striki um stund en þegar ljóst þótti að áflogahundarnir ætluðu ekki að láta sér segjast rauf Bubbi dagskrá sína og hvarf af sviðinu. 

30. desember 2007 Árinu lauk eins það hófst, með frestun tónleika. Bubbi ætlaði að koma fram á árlegum tónleikum Concerts til stuðnings Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, en þeim varð frestað vegna veðurs. 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.