Main Header

Lögin sem komu bara út í mynd

 

Í gegnum tíðina eru þau orðin mörg lögin og textarnir sem Bubbi hefur samið og jafnvel flutt opinberlega án þess að fá fæðingarvottorð sitt skráð á plötuumslagi. Kannski eru jafnvel enn einhver þeirra jafnvel í fæðingarferlinu því Bubbi hefur nefnilega stundum gripið í gamlar hendingar og lagastef úr þessu gamla efni eins og sannast nú á nýrri Egóplötu sem hefur að geyma lag frá dögum Das Kapital (1984).
Í þessum mola ætlum við að líta á tvö lög frá níunda áratugnum, sem náðu hálfgildingsfæðingu ef svo má segja, því bæði komust þau að það stig að við þau var unnið myndskeið þ.e. myndband sem sýnt var í sjónvarpi en hvorugt laganna komst á plast. Við birtum ljóðin, fjöllum um þau að litlu leiti og gefum ykkur færi á að heyra brot úr lögunum.

  Ég er lítill svartur maður {mmp3}eelsm.mp3{/mmp3}

  Horfðu á mig vinur, veistu hver ég er?
  Ég er nærri þér en þú hefur haldið.
  Ég er lítill svartur maður og ég lifi inní þér,
  ég er lævís eins og köttur bak við tjöldin.

  Ég er kommonisti, krati, kerfishatari,
  kannski heimdallingur af og til
  prúðbúinn sem prestsonur eða pönkari
  og blómabarn og hippi ef ég vil.

  Ég er mannsins innsta eðli og aldrei hef ég breyst
  æfaforn en þó ávalt nýtt
  Speki mín er flókinn og á ótal rökum reyst
  og alltaf hafa mennirnir mér hlýtt.

  Ég beiti ýmsum brögðum til að styrkja minn hag
  Ég þekki þínar kenndir, þínar þrár,
  ég vaki yfir þér vinur, vaki nótt og dag,
  ég vaki yfir þér vinur dag og ár.

  Ég er mannsins innsta eðli og aldrei hef ég breyst
  æfaforn en þó ávalt nýtt
  Speki mín er flókinn og á ótal rökum reyst
  og alltaf hafa mennirnir mér hlýtt.

  Frá því Sesar komst til valda og Neró brendi Róm
  Þar til rætast munu Nostradanusar spár
  Þá er það alltaf ég sem mun kveða upp lokadóm
  og ég mun kveða upp dóm um ókomin ár.

  Ég er mannsins innsta eðli og aldrei hef ég breyst
  æfaforn en þó ávalt nýtt
  Speki mín er flókinn og á ótal rökum reyst
  og alltaf hafa mennirnir mér hlýtt.

  Ég er lítill svartur maður og ég lifi inní þér
  ég er lævís eins og köttur bak við tjaldið.

Höf: Kristján Þórður Hrafnsson

Fyrra lagið sem við nefnum til sögunnar er Ég er lítill svartur maður. sem frumsýnt var í Ríkissjónvarpinu í þættinum Stuðpúðinn á gamlárskvöld 1987 klukkan 21:25. en þar voru á dagskrá úrval af  íslenskum myndböndum sem gerð höfðu verið árið 1987, auk frumsýnignar á áður nefndu lagi með Bubba. Í kynningu er sagt að lagið sé eftir ókunnan höfund, Gunnar Þórðarson hafi útsett lagið en Bubbi syngi það.
Líklegra er að höfundur hafi ekki viljað að nafn hans kæmi fram á þessum tímapunkti. Ástæðuna má kannski rekja til þess að einn af yfirmönnum sjónvarpsins á þessum tíma var Hrafn Gunnlaugsson sem þegar var orðin nokkuð umdeildur fyrir þá ákvörðun sína að opna dyr sjónvarps fyrir popp og rokkmenningu unga fólksins og færi stjónvarpið frá íhaldsemi fram í að vera vakandi miðill sem fjallaði og sýndi frá líðandi stundu og auka þannig litróf staðnaðar ýmindar stöðvarinnar þar sem pólitíks öfl vildu öllu fá ráðið og engu breytt. Því höfundur ljóðsins var ungskáldið Kristján Þórður Hrafnsson, sonur Hrafns Gunnlaugssonar og ekki ólíklegt að þetta hefði þá orðið vatn á myllu þeirra sem vildu Hrafn burt frá sjónvarpinu, en látum þó ástæðuna lyggja milli hluta, hér er aðeins minnst á þetta sem hugsanlega skýringu því ljóðið er ekkert til að skammst sín fyrir nema síður sé.
kristjnKristján Þórður hafði fyrst vakið athygli sem stjórnandi á umræðuþætti fyrir ungt fólk í sjónvarpinu, þá  nemandi í Menntaskóla. Nokkru síðar fór hann að koma fram með ýmsum þekktum ungskáldum á skáldakvöldum sem haldin voru á Hótel Borg og víðar. Bubbi hreifst af verkum Kristjáns enda ljóðin hans mögnuð eins og Lítill svartur maður ber vel vitni um. Og leiðir Bubba og Kristjáns áttu eftir að aukast því Bubbi fékk hann m.a. til að opna fyrir sig tónleika um líkt leiti á Hótel Borg þar sem Kristján las upp úr nýútkominni ljóðabók sinni.

Samkvæmt okkar heimildum var myndbandið Ég er lítill svartur maður aðeins endursýnt í 2-3 skipti eftir að hafa verið frumflutt í Stuðpúðanum. Það hefur síðar legið í geymslum og safnað ryki tímans. Reyndar stóð til um tíma að lagið yrði með á safnplötunni Sögur 1980-1990 við hlustun og lokafrágang safnplötunnar var því hvergi fundinn staður og féll það því úr leik. Eins og glöggir lesendur sjá er ljóðið magnað, þarna er það innsta eðli mannsins sem tjáir sig en ekki manneskja sjálf. Bubbi.is skorar á aðdáendur góðra ljóða að kynna sér ljóð Kristjáns frá þessum árum þau eru vel þess virði og meira en það.

Rétt númer{mmp3}rettnumer.mp3{/mmp3}

Dyrnar er bankað á, daguinn kemur hljótt
draumar undir sæng þar lifa, ennþá er þar nótt
Í brjósti lifir óttinn, þó enginn sjái neitt
óskin er að dag einn öllu verði breytt.

Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar svo í því sem hefur skeð

Þú veist það og skilur að skólinn bíður þín
skammtar mönnum réttlætið ef prófin verða fín
Í tímum telur vikurnar því vorið kemur senn
vargar bíða utandyra leika stóra menn.

Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar mig í því sem hefur skeð.
Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar mig í því sem hefur skeð.

Stundum ertu markskífa það stefna á þig orð
skelfingin er botnlaus þú gætir framið morð
bjallan vængi færir þér þú flýgur heim á leið
heima er pabbi vímaður, mamma er þreytt og reið.

Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar svo í því sem hefur skeð.

Það finnast líka kennarar sem kunna aðeins eitt
kvelja sína nemendur því sjálfir geta ei neitt
þó sumir halda að læra sé leikur öllum kær
er lífið meir’ en bókstafur og málsins ríkilær.

Við viljum ekki særa þig, siglum bara með
samviskan hún böggar mig í því sem hefur skeð
Við viljum ekki , við viljum ekki, við viljum ekki
Við viljum ekki , við viljum ekki, við viljum ekki
særa þig , það böggar mig sem hefur skeð….

Höf: Bubbi Morthens

Seinna lagið sem við ætlum að fjalla lítillega um hér er einnig myndskeið, en nú við lag og texta Bubba Morthens, Rétt númer sem var fyrst sýnt í sjónvarpi í byrjun febrúar 1988. Á þessum tíma hafi umræða um einelti í skólum landsins verið nokkuð áberandi. Með gerð myndabndsins vildi Bubbi einfaldlega leggja umræðunni lið, halda henni á lofti og sýna stuðning við umræðuefnið í verki.

raudikrossinní Morgunblaðinu í nóvember 1987 birtist t.d.. viðtal við Ólaf Oddsson forstöðumann Rauðakross hússins, en Rauði Krossinn hafði þá rekið 24 tíma símavakt fyrir börn og unglinga sem gátu hringt inn og rætt sín mál. m.þ. sem fram kom í máli Ólafs var að fjölmennur hópur ungmenna sætti nokkuð alvarlegu einelti. Börn ættu það til að brotna saman í símtölum í þessum málaflokki. Nokkur umræða skapaðist um þetta í samfélaginu og fór hún ekki framhjá Bubba frekar en öðrum. Hann vildi ekki láta sitt eftir liggja og lagði málefninu lið með lagi og texta sem unnið var myndskeið við. Það er ekki ólíklegt að þessi mál lifi enn góðu lífi í Íslensku samfélagi þó vonandi sé í dag unnið markvissara í að uppræta slíkt hegðunarmynstur en þá var.
Myndbandið fékk nokkra spilun á sínum tíma og lagið var talsvert leikið, þó sérstaklega á Rás 2. því lagið komst á vinsældalista yfir mest leiknu lög stöðvarinnar þar sem það sat í heilar 7 vikur. frá 26. febrúar fram til 7. apríl og fór lagið hæst í 2. sæti listans. sem verður að teljast mjög gott af óútgefnu lagi að vera á þessum tíma. Lagið kom inn í spilun í beinu framhaldi af vinsældum laga af plötunni Dögun og brúar bilið frá þeirri plötu og þar til lagið Foxtrot kom leysti það af hólmi ef svo má segja. Við gerð myndbandsins Rétt númer fékk Bubbi nær óþekkta sveit til liðs við sig sú kallaði sig E-X og var svo skipuð:
Pétur Hallgrímsson: Gítar
Davíð Magnússon: Gítar
Ragnar Óskarsson: Bassi
Eyjólfur Lárusson: Trommur.
Annað er ekki viðtað, hvorki um gerð myndbandsins, né á hvers kostnaða það var unnið. Lagið er um margt merkilegt. 80’s sándið sem hafði verið alsráðandi þar sem hljóðgerflar, Syntheziser og raftrommu áttu hug og hjörtu í útsetningum laga í rokk og popptónlistinni og þó vel megi greina 80’s áhrif víða í tónlist Bubba frá þessum tíma eins og t.d. plötunni Frelsi til sölu er hvergi hægt að segja hana ráðandi nema kannski í lagi Valgeirs Guðjónssonar Vopn og Verjur sem Varnaglarnir hljóðrituðu fyrir Landslæknisembættið. Og jú þetta lag sem líklega hefur vinninginn hvað 80’s sándið varðar í lögum Bubba. Þó laglínan væri alveg í lagi, textinn skýr þótti heildaryfirbragðið og útkoman ekki goð og örlög þess því ráðin í rykföllnum geymslum sögunnar þar sem lagið hvílir enn, það verður þá ekki fyrir neinu einelti á meðan.

Bárður Örn Bárarson fyrir Bubbi.is í október 2009

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.