Main Header

Tölfræðin - Vinsældir

Vinsældalistar / Sölulistar

Bubbi.is hefur nú skráð vikur fyrir viku stöðu platna á vinsældalistum (Best seldu plötunum) sem birtir hafa verið sem og lista vinsælustu laga þar sem Bubbi kemur fram á sem flytjandi. Í tölunum hér fyrir neðan eru ekki taldar plötur eða lög þar sem aðrir flytja verk hans nema þá aðeins að hann komi sjálfur að flutningi verksins á einhvern hátt. Menn geta svo leikið sér með þessar  tölur, t.d. deilt í þær með 52 og fundið út árafjölda ef þeim sýnist svo.

Plöturnar

Liti yfir best seldu plöturnar hefur verið birtur allan þann tíma sem Bubbi hefur starfað sem tónlistarmaður Eins og fram kemur annarstaðar á síðunni er nafn Bubba sem flytjanda að finna á 230 útgáfutitlum séu plötur og kassettur taldar. sjálfur á Bubbi þar 24 sólóplötur með nýju efni en 36 plötur eru skráðar á hann sem flytejnda sem geta talist gjaldgengar á vinsældalista. Það þýðir aðeins ein plata fór ekki inn á vinsældalista, og hún er löglega afsökuð því þar var um að ræaða endurútgáfu á eldra verki. Bláir sem er afsprengi Blárra drauma með þeim Bubba og Megasi. 
Hafa ber í huga að misjafnt var hve langur listi var birtur, allt frá topp 10 til topp 40. Sem dæmi var t.d. allan fyrsta áratuginn (80-90) aðeins birur listi yfir 10 söluhæstu plöturnar.

Bubbi - Sólóferill
35 plötur náðu á birtann sölulista og sátu þar í samtals 507 vikur
34. plötur náðu á topp 10 og sátu þar samtals  353 vikur.
25 plötur náðu 1. sæti sölulistans og sátu þar samtals 118 vikur.

Hljómsveitirnar (Utangarðsmenn – Egó – Das Kapital – Bubbi og Megas – GCD)
14 plötur náð á birtann sölulista og sátu þar í samtals 199 vikur
14 plötur náður inn á topp 10 og sátu þar samtals 142 vikur.
5 plötur náðu 1. sæti sölulistans og sátu þar samtals 16 vikur

Útkoman Bubbi sólóferill og hljómsveitir
49 plötur náðu á birtann sölulista og sátu þar samtals í 676 vikur.
48 plötur náðu inn á  topp 10 og sátu þar samtals 485 vikur
30 plötur náðu 1. sæti sölulistans og sátu þar samtals 134 vikur.

Sé safnplötum og plötum annara listamanna svo bætt við og allt talið
127 plötur náðu inn á birtann sölulista og sátu þar samtals 1484 vikur
112 plötur háðu inn á topp 10 og sátu þar samtals 996 vikur
65 plöur náðu 1. sæti sölulistan og sátu þar samtals 224 vikur

Lögin

Eins og fram kemur annarstaðar á síðunni hefur Bubbi send frá sér talsverðan fjölda laga á ferlinum 542 ný lög, 216 hafa svo komið út aftur í annari mynd og loks 348 lög hafa komið út í hreinni endurútgáfu t.d. á safnplötum. Það má því finna samtals 1106 lög á þeim 230 plötuheitum þar sem finna má flytjandann Bubba Morthens.

Listi yfir vinsælustu lögin var fyrst birtur 10. október 1980. eða fjórum mánuðum eftir að Bubbi sendi frá sér sína fyrstu plötu. Nokkur göt hafa myndast á þeim 30 árum sem liðin eru síðan það varð. Í tölunum hér er stuðst við eftirfarandi lista sem fyrst voru birtir í Vísir og svo DV, Tónlist.is og loks Morgunblaðinu: Þess eru dæmi að listar hafa fallið út um jól og eða áramót.
1980-1989 – Vinsældalisti Rásar 2 – birt í Vísir / DV
1990 -1999 – Vinsældalisti Bylgjunnar Birt í DV
2000 – 2004 – Engnir listar birtir  og því vantar allar upplýsingar um það tímabil
2004 – 2008 - Netlisti Tónlist.is – birt á vef  tónlist.is
2008 – 2009 – Lagalistinn – Birt í Morgunblaðin

Bubbi - Sólóferill
56 lög hafa ná inn á birtann vinsældalista og sátu þar 282 vikur
39 lög hafa náð inn á topp 10 og sátu þar samtals 192 vikur
8 lög náðu 1. sæti og sátu þar samtals 29 vikur

Hljómsveitir (Utangarðmenn – Egó – GCD)
20 lög náðu inn á birtann vinæsldalista og sátu þar samtals 111 vikur
14 lög háðu inn á topp 10 og sátu þar samtals 70 vikur
3 lög náðu 1. sæti og sátu þar samtals 11 vikur

Samtals Sólisti og hljómsveitir
76 lög náðu inn á birta vinsældalista og sátu þar samtals 393 vikur
53 lög náðu inn á topp 10 og sátu þar samtals 168 vikur
11 lög náðu 1. sæti og sátu þar samtals 40 vikur

Séu lögum af öðrum plötum bætt við t.d. annara listamanna og allt talið
86 lög náðu inn á birta vinsældalista og sátu þar samtals 454 vikur
60 lög náðu inn á topp 10 og sátu þar samtals 220 vikur
16 lög náðu 1. sæti og sátu þar samtals 58 vikur

 Samantekt: Bárður Örn Bárðarson fyrir bubbi.is

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.