Saga Þorláksmessutónleika Bubba 1985 til 2011
Þorláksmessutónleikar Bubba, eins og við þekkjum þá í dag voru fyrst haldnir árið 1985. Tónleikarnir árið 2011 voru því 27. Þoláksmessutónleikarnir sem hann hefur haldið. Fyrstu árin fóru þeir fram á Hótel Borg og var Bubba þá oft tírætt um að þetta væru ekki eiginlegir tónleikar. Öllu heldur einskonar slútt á árinu, svona eins og síldarslúttið í gamla daga. Frekar djammsession en tónleikar, þar sem gestum og gangandi var jafnvel boðið að koma og spila með ef svo bar undir. Bubbi vildi meina að hann væri fyrst og fremst að þakka fyrir sig, þakka plötukaupendum og tónleikagestum fyrir stuðninginn á líðandi ári með þessum tónleikum.
Ekki ætlum við að rekja sögu allra þessara Þorláksmessutónleika hér, en aðeins stykkla á því helsta. Aðeins eru til skriflegar heimildir yfir tónleika Bubba á árabilinu 1985-1989. Allir þeir tónleikar fóru fram á Hótel Borg. Þó svo miðar væru stundum seldir í forsölu virtist ávalt hægt að droppa inn á Borgina á þessa tónleika Bubba fyrstu árin og var ekki óalgengt að sjá það rjóð andlit fólks sem hélt á pokum og pökkum. Fyrstu árið, 1985 mætti Bubbi með hljómsveit sem kallaði sig Sveina Sextettinn og árið eftir var MX-21 honum til halds og trausts. Árið 1988 og 1989 var Megas með honum á Borginni.
Árið 1990 var byrjað að útvarpa þessum tónleikum í beinni útsendingu og hefur sá siður haldist síðann. Hér fyrir neðan verður listað upp tónleikum Bubba eftir að byrjað var að útvarpa þeim, Hvar þeir voru haldnir, hver útvarpaði, á hvaða lagi hann hóf tónleikanna og fjöldi laga sem Bubbi flutti á hverjum tónleikum fyrir sig. Eins og sjá má hefur hann aldrei hafið tónleika á sama laginu. Þó svo sama lagaheitið komi fyrir árin 2004 og 2005 og jafnvel 2007 þá er allt annar texti þar kominn og laglínan breytt og lagið enn í flokki óútgefinna laga hans. Það ríkir því ávalt svolítil spenna meðal harðra aðdáenda Bubba hvert opnunarlag ársins verði. Verður það óútgefið lag, lag eftir annan en Bubba eða vel þekktur gullmoli. En dembum okkur í listann:
1990 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunnarlag: I shall be released (Dylan), Fjöldi laga: 33
ATH: Hljómsveit, Gestir: Sævar Sverrisson, KK, Rúnar Júlíusson
1991 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunarlag: Syneta (Hoffman/Bubbi), Fjöldi laga: 22
ATH: Hljómsveit; Gulli Briem ásláttur ; Tryggvi Hubner Gítar ; Reynir Jónasson harmonikka ; Sérlegur gestur: Rúnar Júlíusson söngur og bassi
1992 – Kaffi Hressó – Rás 2
Opnunarlag: Horft til baka, Fjöldi laga: 24
ATH: Hljómsveit Björgúlfur Egilsson bassi, Eyþór Gunnarsson harmonikka, Sérlegur gestur var KK
1993 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunarlag: Ísbjarnarblús, Fjöldi laga: 22
1994 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunarlag: Segulstöðvarblús (Þórinn Eldjárn/Bubbi) Fjöldi laga: 25
1995 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunarlag: Ballad of Hollis Brown (Dylan) Fjöldi lag: 25 *
ATH: Þorleifur Guðjónsson á bassa
* Vantar í lagalista þessara tónleika hjá Bubbi.is
1996 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunarlag: Þú verður að læra að skríða, Fjöldi laga: 24
1997 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunarlag: Rómeó og Júlía, Fjöldi laga: 25
1998 – Hótel Borg – Rás 2
Opnunarlag: Svo dílar þú við kvíðann, Fjöldi laga: 24
ATH: Gunnlaugur Guðmundsson á bassa og Gunnlaugur Briem á slagverk.
1999 – Klaustrið, Klappastíg – Rás 2
Opnunarlag: Stál og hnífur, Fjöldi laga: 25
2000 – Gaukur á Stöng – Rás 2
Opnunarlag: Umbúðir, Fjöldi laga: 24
2001 – Nasa við Austurvöll – Bylgjan
Opnunarlag: I Wan’t Back Down (Tom Petty), Fjöldi laga: 22
ATH: Opnu / upphitun: Hera Hjartardóttir
2002 – Hótel Borg - Bylgjan
Opnunarlag: Í frelsarans slóð, Fjöldi laga: 26
ATH: Opnun / upphitun: Rósa Guðmundsdóttir
2003 – Nasa – Bylgjan
Opnunarlag: Afgan, Fjöldi laga: 24
2004 – Nasa – Bylgjan
Opnunarlag: Heims um ból, Fjöldi lag: 19
2005 – Nasa – Rás 2
Opnunarlag: Heims um ból (önnur útg.), Fjöldi laga: 26
ATH: Opnun / upphitun: Lay Low
2006 – Nasa – Bylgjan
Opnunarlag: Ísland, ís og myrkur, Fjöldi laga: 33
2007 – Nasa – Bylgjan
Opnunarlag: Jólin koma, Fjöldi laga: 26
2008 – Háskólabíó – Bylgjan
Opnunarlag: Kaupmaðurinn á horninu, Fjöldi laga: 29
2009 - Háskílabíó - Bylgjan
Opnunarlag: Siting on top of the World. Fjöldi laga: 21
ATH: Opnun / upphitun: Hafdís Huld
2010 - Háskólabíó - Bylgjan
Opnunarlag: Hvert fer fólkið. Fjöldi laga: 24
ATH: Opnun / upphitun: Jón Sigurðsson
2011 - Háskólabíó - Bylgjan
Opnunarlag: Bankagæl. Fjöldi laga: 25
ATH: Opnun / upphitun Elín Ey
Eins og sjá má á listanum hér að ofan er lagafjöldinn á hverjum tónleikum nokkuð rokkandi. Heildarfjöldi laga sem þegar hefur verið útvarpað er orðinn vel yfir 550 lög. Það ætti að vera komið nægilegt úrval fyrir fyrrihluta safnplötunnar Best of Þorláksmessa Slík útgáfa væri vel við hæfi og að hún færi í forsölu á næstu Þorláksmessutónleikum.