Main Header

Fyrsta sætið ekki auðfengið

Image
Vinsældalistar útvarpsstöðvanna

Að eignast topplag í Ameríku eða Bretlandi þýðir tekjur upp á milljónir. Því lagið er spilað á hundruðum útvarpsstöðva, smáskífur með laginu eru að seljast í þúsundum eintaka. og það eykur einnig sölu plötunnar þegar að því kemur

Hér heima er þessu öðru vísi farið. Vinsældalistar hafa komið og farið í gegnum tíðina. Líklega eru vinsældalistar Rásar 2 og svo Bylgjunnar hvað langlífastir. En jafnvel þeir hafa horfið um tíma.

Jafnvel og Bubba hefur vegnað við plötusölu gegnum árin hefur hann ekki átt eins gott með að ná lögum á topp vinsældalistanna. það er að ná 1. sæti viðkomandi lista. Á þessu kunna að vera margar skýringar og ekki ætlum við að fara í þann pakka í þessum mola en þess í stað að lista upp þau lög sem náð hafa þeim áfanga að setjast í 1. sæti á vinsældalista.

 

 Bubbi eignaðist reyndar ekki sitt fyrsta topplag á slíkum lista ekki fyrr en með Serbanum 1986. Þá var hann búinn að bera höfuð og herðar yfir aðra poppara hér á landi í heil sex ár. og nú er enn lengra liðið síðan Bubbi Morthens átti lag af sólóplötu í 1. sæti á vinsældalista. Hér má sjá lista yfir þau lög sem komist hafa í 1. sæti, hver birtir listann – hver gerði viðkomandi lista, dagurinn sem hann er birtur og hve margar vikur lagið sat í 1. sæti samtals

Af sólóplötum Bubba

Serbinn DV – Rás 2 (21.11.1986) 4. vikur númer eitt
Serbinn DV – Bylgjan (21.11.1986) 5. vikur númer eitt

Augun mín DV - Rás 2 (30.1.1987) 1. vika númer eitt
Augun mín DB – Bylgjan 2.1.1987) 2. vikur númer eitt

Skapar fegurðin hamingjuna (Bubbi & MX-21) DV – Rás 2 (28.8.1987) 2. vika númer eitt

Aldrei fór ég suður DV – Rás 2 (4.12.1987) 7. vikur númer eitt
Aldrei fór ég suður DV – Bylgjan (11.12.1987) 3. vikur númer eitt

Foxtrot DV – Rás 2. (23.9.1988) 4. vikur númer eitt

Háflóð DV – Íslenski listinn (24.11.1989) 4. vikur númer eitt

Sem aldrei fyrr DV – Íslenski listinn (11.11.1993) 3. vikur númer eitt

Önnur lög með Bubba eða sem Bubbi hefur átt þátt í  sem náð hafa 1. sæti vinsældalista (í tímaröð)


Hjálpum þeim  (með ýmsum) DV – Rás 2 (13.12.1985) 6. vikur númer eitt
Braggablús (Með Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar) DV – Rás 2 (5.9.1986) 1. vika númer eitt
Þórður (með Sverrir Stormsker) DV – Rás 2 (19.12.1986) 6. vikur  númer eitt
Vopn og verjur (með Varnöglunum) – DV Rás 2 (6.3.1987) 4. vikur númer eitt
Haltu mér fast (með Mannakornum) DV – Íslenski listinn  (18.1.1991) 1. vika númer eitt
Í hjarta mér (með Egó) MBL – Lagalistinn (19.3.2009) 7. vikur númer eitt
Í hjarta mér (með Egó) Tónlist.is – Netlistinn (13 vika 2009) 7. vikur númer eitt
Fallegi lúserinn minn (með Egó) MBL – Lagalistinn (14.5.2009) 3. vikur númer eitt
Eyjan mín græna (með Egó) MBL – Lagalistinn (5.8.2009) 1. vika númer eitt
Eyjan mín græna (með Egó) Tónlist.is – Netlistinn (31. vika 2009) 1. vika númer eitt

Á tónlist.is

Ég er kominn heim (Bubbi og Björn Jörundur) Tónlist.is – Netlistinn (16. vika árs 2008) 3. vikur númer eitt



PS. frá árinu 2000 – 2008 birtist engin lagalistar birtir í dagblöðum yfir vinsælustu lögin. Tónlist.is hóf að birta netlistann á sinni síðu árið 2004.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.