Main Header

1979Þetta ár fer Bubbi að sinna tónlistinni frekar og kemur fram með Vísnavinum sem og á ýmsum pólitískum fundum, ýmist einn eða með fleirum. Bubbi, Tolli bróðir hans, Valdís Óskarsdóttir, Birgir Svan og Baldur Garðarsson komu oft fram saman á þessum fundum þar sem flutt voru ljóð, lesnar smásögur flutt tónlist. Þessi hópur kom fram á stöðum eins og Menntaskólanum að Laugarvatni, Kennaraskólanum og á þorrablóti á Flúðum. Myndin er frá einni slíkri samkomu um þetta leyti.

 

19761. nóvember 1976 kom Bubbi fram í fyrsta skipti einn með gítarinn. Það var á tónleikum Jazzvakningar í veitingahúsinu Glæsibæ, fyrir tilstuðlan Jónatans Garðarssonar. Frá þessu er greint í inngangi plötunnar Ég er (1991). Líklega hefur þetta verið 1. nóvember frekar en seinnihluta desember þegar Jazzvakning hélt sitt annað vakningarkvöld í Glæsibæ.  Jónatan hafði þá nýverið sest í stjórn félagsins eftir aðalfund þar sem ný stjórn var kosin. Nafn Bubba kom þó ekki fram í auglýsingum fyrir tónleikana, enda óþekkt nafn með öllu á þessum tíma.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.