Main Header

4. janúar 1993 tilkynnti Bubbi forráðamönnum útgáfufyrirtækisins Steinari hf að hann vildi slíta samstarfi sínu við útgáfuna. DV birti frétt þess efnis 14. janúar. 15. janúar skýrir DV svo frá því að Bubbi eigi í viðræðum við Skífuna um útgáfusamning. Svo virðist sem sagan endurtaki sig þar sem þetta var í annað sinn sem Bubbi sleit samningi við útgáfuna. Það gerði hann og 1984. Sem og þá spunnust um þetta talsverð blaðaskrif og þá mættu þeir Bubbi og Steinar í útvarpsþætti til að skýra hvor sína hlið málsins. Allt virtist stefna í málaferli vegna þessa þar sem Steinar hf. taldi Bubbi skulda útgáfunni uppfyllingu samningsins til að geta sagt honum upp. Þar á meðal enska útgáfu Kúbuplötunnar Von. Bubbi var þessu ósammála og taldi fyrirtækið skulda sér peninga m.a. í formi stefgjalda.
  

19920433Apríl 1992 Bubbi heldur til Kúbu til plötuupptöku. Þetta er ekki aðeins einstakur viðburður hér á íslandi, því Bubbi varð fyrsti vestræni tónlistarmaðurinn til að hljóðrita plötu á Kúbu frá því Bandaríkin settu viðskiptabann á landið 1961. Með Bubba í þessari för voru Gulli Briem trommuleikari og Eyþór Gunnarsson í hlutverki útsetjara. Reyndar á Tómas R. Einarsson heiðurinn að því að Kúba varð fyrir valinu. Bubbi sem hafði lengi haft hug á að taka upp suðurameríska tónlist utan íslands var með Brasilíu í huga er hann viðraði hugmyndir sínar við Tómas sem þá stakk upp á Kúbu sem varð svo fyrir valinu. Á myndinni má sjá Bubba í upptökuhljóðverinu á Kúbu.
 

4. janúar 1991 fyrstu listi ársins yfir söluhæstu plöturnar birtur í DV og Sögur af Landi enn í toppsætinu. Sömu sögu var að segja 11. janúar og þá vikuna var lagið Haltu mér fast, sem Bubbi söng á plötu Mannakorns í efsta sæti yfir vinsælustu lögin.
 

4. janúar 1990 Blússveitin Blámakvartettinn með tónleika í Kjallara Keisarans við Laugarveg. Gestur kvöldsins var Bubbi Morthens. Blámakvartettinn skipuð þeim: HaraldurÞorsteinsson: Bassi, Björgvin Gíslason: Gítar, Ásgeir Óskarsson: Trommur og Pétur Hjaltisted: Hljómborð.
 

Febrúar 1989 hélt Bubbi í hljóðver til að vinna næstu plötu sína. Með honum í för var sænski snillingurinn Christian Falk, í hlutverki upptökustjóra, auk þess sem hann greip í nokkur hljóðfæri við upptökurnar. Hópur sem stóð að upptökum plötunnar nefndi sig Lamarnir ógurlegu sem voru: Christian Falk, Johann Söderberg, Hilmar Örn Hilmarsson og Ken Tomas.
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.