Main Header

 9. janúar 1988 sýndi ríkissjónvarpið dagskrá sem efnt hafði verið til í Háskólabíói undir yfirskriftinni - Gerum drauminn að veruleika og var þar átt við þann draum að byggja hér á landi tónlistarhús, Tónleikarnir voru liður í fjársöfnun til þess verkaefnis. Bubbi flutti tvö lög - Filterlaus kamelblús og When the moon sinking sem Bubbi kallaði síðar Rembling.
  

Janúar 1987 bárust fréttir að væntanlegt væri lag Valgeirs Guðjónssonar í flutningi Bubba Morthens. Lagið samdi Valgeir að beiðni landlæknisembættisins til efla notkunn smokksins sem vörn gegn eyðni. En laginu var ætlað að verða hluti átaks í þessum efnum. Lagið fékk nokkra spilun eftir að það var sent útvarpsstöðvum til kynningar og náði 1. sæti vinsæladarlista útvarpsstöðva þrátt fyrir að hafa ekki komið út á plötu fyrr en 5 apríl þetta ár. Lagið er Vopn og verjur og skráðir flytjendur eru Varnaglarnir. (Sjá nánar 5. apríl 1987)
 

1. janúar 1986 var efnt til Listahátíðar Hótel Borgar og nýárskvöldi fagnað með skemmtun þar sem leikin var klassísk tónlist, skáld lásu úr verkum sínum og Haukur Morthens sá um sönginn. Veislustjórar voru þeir félagar Bubbi og Megas.
 

2.  janúar 1985 hóf Bubbi upptökur fyrir væntanlega sólóplötu sem síðar fékk heitið Kona. Með honum í hljóðverinu var Tryggvi Herbertsson í hlutverki upptökustjóra og þá var Þorleifur Guðjónsson tíður gestur í hljóðverinu með bassann. 

5. janúar 1984 héldu mannabreytingar Egósins áfram. Bubbi, Beggi og Rúnar voru ornir einir eftir. Aðrir meðlimir horfnir á braut. Ásgeir Óskarsson var þá fenginn inn sem session-trommari. 
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.