29. janúar 1983 Gullströndin andar var heiti á listahátíð sem stóð frá 29. janúar til 12. febrúar. Aðalhúsakynni hátíðarinnar voru við hlið JL-Hússins við Hringbraut. Um 200 listamenn úr svo til öllum listgreinum komu að þessari hátíð á einn eða annan hátt. Þ.á m. Bubbi Morthens sem m.a. kom fram á Hringbraut 119 þann 4. febrúar og flutti blústónlist. Sama kvöld kom Mike Pollock fram og las ljóð.