Main Header

29. janúar 1983 Gullströndin andar var heiti á listahátíð sem stóð frá 29. janúar til 12. febrúar. Aðalhúsakynni hátíðarinnar voru við hlið JL-Hússins við Hringbraut. Um 200 listamenn úr svo til öllum listgreinum komu að þessari hátíð á einn eða annan hátt. Þ.á m. Bubbi Morthens sem m.a. kom fram á Hringbraut 119 þann 4. febrúar og flutti blústónlist. Sama kvöld kom Mike Pollock fram og las ljóð.

 

30. janúar 1982 fékk Bubbi Magnús Stefánsson, fyrrum meðlim Utangarðsmanna og síðar Bodies, til að setjast við trommusett Egosins í stað Jóa ,,Motorhead“. En pressan skrifaði að til hafi staðið að Maggi færi að spila með Brimkló. Maggi hvorki neitaði né staðfesti þær sögusagnir.
 

12. febrúar 1981 var blásið til Stjörnumessu á Hótel Sögu. Utangarðsmenn hlutu verðlaun fyrir vinsælustu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin. Auk þess var Bubbi valinn vinsælasti söngvarinn og vinsælasti textahöfundurinn. Sveitin sjálf tók þó ekki við verðlaununum þar sem hún var með tónleika á Hótel Borg á sama tíma. Utangarðsmenn sögðust reyndar síðar gefa lítið fyrir slíkar uppákomur skallapopparanna og markaðshyggjumanna.
 

198001066. janúar 1980 var efnt til fundar í Félagstofnun Stúdenta við Hringbraut um aðbúnað fiskverkafólks og farandvekamann í fiskiðnaði. Meðal ræðumanna var Tolli bróðir Bubba og þar söng Bubbi einnig nokkur lög. Meðal annara Stál og hníf. Silja Aðalsteinsdóttir kom að þessum fundi einnig m.a. aðstoðaði hún pólsk-enska farandverkakonu við framsögu á fundinum. En Silja var þá að fara að vinna efni í þátt er fjallaði um þetta málefni. (sjá 23. janúar) Á þessari mynd má sjá Silju Aðalsteinsdóttur á umræddum fundi ásamt erlendu farandverkakonunni sem minnst var á.

Vorið 1979 hóf Bubbi störf í Kassagerð Reykjavíkur og kynntist þeim bræðrum Danny og Mike Pollock, sem síðar stofnuðu með honum hljómsveitina Utangarðsmenn.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.