Bubbi sagði frá því í viðtali að textarnir við sum laganna á Ég trúi á þig hefðu þróast úr því að vera reiðilestur yfir í lofsöng um ástina og lífið. Eins og fleiri Íslendingar hefur hann ákveðið að taka fókusinn af kreppusoranum og færa hann yfir á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Góð ákvörðun. Fyrir vikið er þetta jákvæð og upplífgandi plata. Fín í sumarið og sólina.
Niðurstaða: Fjölbreytt og vel heppnað ferðalag inn í heim sálartónlistarinnar.
(Trausti Júlíusson Vísir.is 22.6.2011)
Við fengum forsmekkinn af sálarplötu Bubba með laginu Sól á safnplötunni Sögur af ást, landi og þjóð sem kom út árið 2010. Bubbi hafði um tíma gengið með hugmynd að sálarplötu í kollinum og reyndar stungið á því kýli að litlu leyti á plötunni Fjórir naglar en þar sem finna tvö lög sem flokka má undir sálartónlistina.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.






Bubbi hefur unnið tvær heilar plötur sem innihalda lög sem aðrir hafa flutt áður. Þetta eru plöturnar Í skugga Morthens þar sem Bubbi söng lög sem Haukur Morthens hafði gert fræg á sínum tíma og síðar söng Bubbi inn plötu með lögum Bellmanns við gítarundirleik Gumma P. En Bubbi hefur sungið fleirri lög sem eiga það sammerkt að vera eftir aðra og komið út á plötum áður en Bubbi flutti þau.
2. janúar 2008 Bubba var ekki til setunnar boðið. Fyrirhugaðir tónleikar með Stórsveit Reykjavíkur voru framundan 4. og 5. janúar og því er æft þennan dag. Ljósmyndarar blaða og tímarita mæta á svæðið og mynda Bubba við æfingar. Þá birti Fréttablaðið fyrirhugaðan lagalista kvöldsins. Pakkinn var flottur með lögum eins og