Bubbi sagði frá því í viðtali að textarnir við sum laganna á Ég trúi á þig hefðu þróast úr því að vera reiðilestur yfir í lofsöng um ástina og lífið. Eins og fleiri Íslendingar hefur hann ákveðið að taka fókusinn af kreppusoranum og færa hann yfir á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Góð ákvörðun. Fyrir vikið er þetta jákvæð og upplífgandi plata. Fín í sumarið og sólina.
Niðurstaða: Fjölbreytt og vel heppnað ferðalag inn í heim sálartónlistarinnar.
(Trausti Júlíusson Vísir.is 22.6.2011)
Við fengum forsmekkinn af sálarplötu Bubba með laginu Sól á safnplötunni Sögur af ást, landi og þjóð sem kom út árið 2010. Bubbi hafði um tíma gengið með hugmynd að sálarplötu í kollinum og reyndar stungið á því kýli að litlu leyti á plötunni Fjórir naglar en þar sem finna tvö lög sem flokka má undir sálartónlistina.