Main Header

 

Í gegnum tíðina eru þau orðin mörg lögin og textarnir sem Bubbi hefur samið og jafnvel flutt opinberlega án þess að fá fæðingarvottorð sitt skráð á plötuumslagi. Kannski eru jafnvel enn einhver þeirra jafnvel í fæðingarferlinu því Bubbi hefur nefnilega stundum gripið í gamlar hendingar og lagastef úr þessu gamla efni eins og sannast nú á nýrri Egóplötu sem hefur að geyma lag frá dögum Das Kapital (1984).
Í þessum mola ætlum við að líta á tvö lög frá níunda áratugnum, sem náðu hálfgildingsfæðingu ef svo má segja, því bæði komust þau að það stig að við þau var unnið myndskeið þ.e. myndband sem sýnt var í sjónvarpi en hvorugt laganna komst á plast. Við birtum ljóðin, fjöllum um þau að litlu leiti og gefum ykkur færi á að heyra brot úr lögunum.

ImageMargir hafa velt upp þeirri spurningu hvað er rock ´n´ roll, hvaðan er það komið, Það hlýtur að hafa verið kraftaverk þess sem skóp það?
- Nei, það er langt frá því að vera eitt hvert stórkostlegt kraftaverk, skapað úr engu. Rock ´n´ roll var og er tónlist með langa sögu að baki og í raun teygir forsaga rokksins sig inn á margar greinar tónlistartrésins. Í árdaga tók það næringu frá hinum ýmsu stefnum eins og blús, gospel, bluegrass, western swing, rythm & blues (R&B), Doo-Woo og djass. Ekkert af þessum formum tónlistar varð rock ´n´ roll. Sum þeirra eru allt að því andstæð rokkinu. Þó má segja að næring frá hverri fyrir sig hafi orðið forsenda þess að greinar rokksins birtust og fengu dafnað á tré tónlistarinnar. Og enn í dag er ekki séð fyrir endan á öllum þeim kvistum sem stöðugt birtast á tónlistartrénu. Menn hafa heldur ekki komist að neinni endanlegri eða áþreifanlegri niðurstöðu um fyrirbærið, Þó hafa í tímans rás líklega verið skrifaðar fleiri bækur um þetta tónlistarform, það er rokkið en nokkra aðra listgrein. Í þessum mola ætlum við aðeins að líta betur á einn af frumsprotum þessarar stefnu.
 

agnes1

- Sagan á bak við lagið - 

Á fyrstu sólóplötu Bubba – Ísbjarnarblús er að finna lagið Agnes og Friðrik. Þetta lag er eitt af magnaðri lögum plötunnar og eitt af stóru verkum hans á fyrstu árunum sem tónlistarmanns. Bubbi hefur sjálfur sagt að þetta sé fyrsti textinn sem hann hafði samið sem fjallaði um ,,almenn málefni” en fram að því höfðu textasmíðarnar að mestu verið bundnar við líf farandverkamannsins og þá heima sem hann hafði upplifað og skynjað sem farandverkamaður víðsvegar um landið. Að baki þessu lagi hvílir saga um síðust aftökuna á Íslandi. Um hana hefur margt verið ritað og ýmsar heimildir og gögn varðveist. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir ritaði auðlesna og vel skrifaða grein um þennan atburð sem birtist í Morgunblaðinu 25. maí 2005. Sú grein varð ástæða þessara skrifa og stuðst við hana að öllu leiti.

 

Tónlistarmaðurinn með gullhjartað

- Bubbi og Kvennaathvarfið 1986 -

kvenno1Samtök um Kvennathvarf voru stofnuð í júní 1982 og tók fyrsta athvarfið til starfa sama ár. Strax fyrstu dagana kom bersýnilega í ljós að þörfin á þessu skjóli fyrir konur sem misrétti voru beittar og börn þeirra var fyrir hendi og neyðin meiri en menn höfðu almennt gert sér grein fyrir. Ríki og sveitarfélög voru þó treg til styrkveitinga til starfseminnar fyrstu ár Athvarfsins og var starfseminni að stórum hluta haldið uppi af því hugsjónarfólki sem skynjað hafði vandann og hafið starfsemina. Árið 1986 var athvarfið í húsi við Hverfisgötu og sökum fjárskorts höfðu samtökin ekki efni á að annast eðlilegt viðhald húsnæðisins, þá var allur rekstur nánast orðinn fjárvana og samtökin rekin af litlum efnum dag frá degi. Við blasti lokun, þessa eina Kvennaathvarfs á landinu sumarið 1986, svo einfalt var það. Þegar Sigrúnu Stefánsdóttir, fréttakonu hjá Ríkissjónvarpinu, bárust þessi tíðindi ákvað hún að taka viðtal við Eddu V. Scheving eina af þáverandi starfskonum athvarfsins. Í lok þess viðtals kom fram að Edda tryði því ekki fyrr en á reyndi að ríki og bær létu loka eina athvarfi kvenna og barna á landinu. Hún tryði því ekki að almenningur léti slíkt sinnuleysi yfir sig ganga.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.