Í gegnum tíðina eru þau orðin mörg lögin og textarnir sem Bubbi hefur samið og jafnvel flutt opinberlega án þess að fá fæðingarvottorð sitt skráð á plötuumslagi. Kannski eru jafnvel enn einhver þeirra jafnvel í fæðingarferlinu því Bubbi hefur nefnilega stundum gripið í gamlar hendingar og lagastef úr þessu gamla efni eins og sannast nú á nýrri Egóplötu sem hefur að geyma lag frá dögum Das Kapital (1984).
Í þessum mola ætlum við að líta á tvö lög frá níunda áratugnum, sem náðu hálfgildingsfæðingu ef svo má segja, því bæði komust þau að það stig að við þau var unnið myndskeið þ.e. myndband sem sýnt var í sjónvarpi en hvorugt laganna komst á plast. Við birtum ljóðin, fjöllum um þau að litlu leiti og gefum ykkur færi á að heyra brot úr lögunum.





Margir hafa velt upp þeirri spurningu hvað er rock ´n´ roll, hvaðan er það komið, Það hlýtur að hafa verið kraftaverk þess sem skóp það? 
Samtök um Kvennathvarf voru stofnuð í júní 1982 og tók fyrsta athvarfið til starfa sama ár. Strax fyrstu dagana kom bersýnilega í ljós að þörfin á þessu skjóli fyrir konur sem misrétti voru beittar og börn þeirra var fyrir hendi og neyðin meiri en menn höfðu almennt gert sér grein fyrir. Ríki og sveitarfélög voru þó treg til styrkveitinga til starfseminnar fyrstu ár Athvarfsins og var starfseminni að stórum hluta haldið uppi af því hugsjónarfólki sem skynjað hafði vandann og hafið starfsemina. Árið 1986 var athvarfið í húsi við Hverfisgötu og sökum fjárskorts höfðu samtökin ekki efni á að annast eðlilegt viðhald húsnæðisins, þá var allur rekstur nánast orðinn fjárvana og samtökin rekin af litlum efnum dag frá degi. Við blasti lokun, þessa eina Kvennaathvarfs á landinu sumarið 1986, svo einfalt var það. Þegar Sigrúnu Stefánsdóttir, fréttakonu hjá Ríkissjónvarpinu, bárust þessi tíðindi ákvað hún að taka viðtal við Eddu V. Scheving eina af þáverandi starfskonum athvarfsins. Í lok þess viðtals kom fram að Edda tryði því ekki fyrr en á reyndi að ríki og bær létu loka eina athvarfi kvenna og barna á landinu. Hún tryði því ekki að almenningur léti slíkt sinnuleysi yfir sig ganga.