Í gegnum tíðina eru þau orðin mörg lögin og textarnir sem Bubbi hefur samið og jafnvel flutt opinberlega án þess að fá fæðingarvottorð sitt skráð á plötuumslagi. Kannski eru jafnvel enn einhver þeirra jafnvel í fæðingarferlinu því Bubbi hefur nefnilega stundum gripið í gamlar hendingar og lagastef úr þessu gamla efni eins og sannast nú á nýrri Egóplötu sem hefur að geyma lag frá dögum Das Kapital (1984).
Í þessum mola ætlum við að líta á tvö lög frá níunda áratugnum, sem náðu hálfgildingsfæðingu ef svo má segja, því bæði komust þau að það stig að við þau var unnið myndskeið þ.e. myndband sem sýnt var í sjónvarpi en hvorugt laganna komst á plast. Við birtum ljóðin, fjöllum um þau að litlu leiti og gefum ykkur færi á að heyra brot úr lögunum.