Main Header

Meðal aðdáenda Bubba hafa óútgefnar upptökur með honum þótt gulls ígildi. Sumir hafa verið harðir í að safna þess meðan aðrir láta sér nægja eitt og eitt lag. Í þessum mola rifja ég, sem þetta skrifar, upp eina magnaða kvöldstund í júlí 1987. Þetta var mjög sérstök kvöldstund svo ekki sé meira sagt.

 

Image
Vinsældalistar útvarpsstöðvanna

Að eignast topplag í Ameríku eða Bretlandi þýðir tekjur upp á milljónir. Því lagið er spilað á hundruðum útvarpsstöðva, smáskífur með laginu eru að seljast í þúsundum eintaka. og það eykur einnig sölu plötunnar þegar að því kemur

Hér heima er þessu öðru vísi farið. Vinsældalistar hafa komið og farið í gegnum tíðina. Líklega eru vinsældalistar Rásar 2 og svo Bylgjunnar hvað langlífastir. En jafnvel þeir hafa horfið um tíma.

Jafnvel og Bubba hefur vegnað við plötusölu gegnum árin hefur hann ekki átt eins gott með að ná lögum á topp vinsældalistanna. það er að ná 1. sæti viðkomandi lista. Á þessu kunna að vera margar skýringar og ekki ætlum við að fara í þann pakka í þessum mola en þess í stað að lista upp þau lög sem náð hafa þeim áfanga að setjast í 1. sæti á vinsældalista.

Með degi hverjum styttist í að Bubbi sendi frá sér nýja plötu en áætlað er að hún komi út 6. júní n.k., Enn og aftur er róið á ný mið, nú er það soultónlistin eða sálartónlistin svo við höfum þetta á íslensku.  Þessi plata verður að teljast nokkuð merkileg því hér skiptir Bubbi um áhöfn meðreiðarsveina. Menn eins og Guðmundur Pétursson gítarleikari og Jakob Smári Magnússon bassaleikari sem verið hafa fastur kjarni í meðspilurum Bubba síðustu misserin  eru nú fjarrki góðu ganni. Með Bubba er nýr mannskapur sem sumir hverjir hafa aldrei unnið með honum áður en einstaka nöfn hafa þó kíkt í heimsókn á plötum hans eins og Kristjana Stefáns. Það er ekki úr vegi að kynna hluta þessara aðila fyrir ádáendum. Til að gera það fáum við að láni pistla Bubba af Pressunni og setjum saman kynningu hans á þeim einstaklingum sem áberandi eru í sveitinni Sólskuggarnir og gestum þeirra á plötunni.
Bubbi tekur hér við:

Þau eru orðin nokkuð mörg lögin sem Bubbi hefur flutt og hafa komið út á safnplötum í gegnum tíðina. Nokkur þeirra hafa reyndar aldrei komið út nema á slíkum safnplötum. Hér er ætlunin að telja þau upp með það í huga að auðvelda áhugasömum að bæta safnið sitt. Það undarlega er að mörg þessara laga eru langt fyrir ofan meðallag í gæðum. Í raun væri þessi listi flottur lagalisti á safnplötu einn og sér

 

Image
Eru safnplötur nefndar í þessari bók?

Aðeins um safnplötur
Fyrir langa lögnu sagði útgefandi við mig. „Besti hagnaðurinn er þegar þú getur selt sama hlutinn aftur og aftur“ og þar hjálpa safnplöturnar útgefandanum, heldur betur....

Já, þær er eru til og hafa notið vinsælda hjá almenningi í gegnum tíðina. Saga safnplötunnar er sérstakur kapítuli í sögu hljómplötuútgáfunnar.  Þó út frá sjónarmiði útgáfuaðilans sé tilgangurinn ávalt að ná inn hagnaði er efnisvalið á safnplötunum misjafn og nálgunin, einnig oft ólík. Það er líka hægt að flokka slíkar plötur niður og í raun nauðsynlegt.  Sumar eru þess virði að þær séu kynntar , um þær skrifað og eftir þeim tekið.  Meðan aðrar skipta sáralitlu máli og munu hverfa okkur af markaðnum bæði fljótt og vel án þess að eftir þeim sé tekið.

Að vinna safnplötu svo vel sé er heldur ekkert auðhlaupaverk. Við ætlum heldur ekki  að fjalla um þá tæknivinnu sem verður að heppnast ef vel á að takast til. Þar sem  lagaval, uppröðun og  hljóðjöfnun, heiti og umbúðahönnun verður að fara saman og heppnast eigi verkið að lifa lengur en daginn. Þess í stað ætlum við að líta aðeins á flokkun safnplatna og reyna að fá fólk til að meta hvað geta verið merkilegar safnplötur og hvað ekki.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.