Main Header

Image
Flestar plötur á birtum sölulistum

Undanfarið hefur Íslensk hljómplötuskrá unnið að skrá mest seldu plötur landsins í tölvutækt form. En byrjað var að birta topp 10 lista yfir þær í dagblaðinu Vísir um mitt ár 1978. Slíkir listar hafa byrst svo til samfellt síðan.

Bubbi.is fékk að kíkja í þessa samantekt og tína út þær plötur sem koma Bubba við. Með það fyrir augum að sjá hver staða hans væri í gegnum tíðina. Við spurðum um leið hvort Bubbi eigi einhver met í heildarsamantekt listanna.

Í síðasta mola tókum við fyrir umsagnir Bubba um nokkur laga sinna. Hér kemur viðbót við þetta, eins konar seinni hluti þess þar sem Bubbi segir sjálfur frá nokkrum laga sinna. Sumar þessara umsagna Bubba þekkja menn vel frá tónleikum í gegnum tíðina eða annars staðar meðan aðrar umsagnir Bubba eru að birtast í ritmáli í fyrsta sinn. Þessir molar eru gerðir í von um að einhverjir aðdáendur og aðrir hafi gaman af, njótið vel.

Image
Bubbi segir sjálfur frá

Fyrir okkur aðdáendur Bubba hafa textar Bubba Morthens ávalt skipt máli. Enda hefur hann þar tekið á mörgum málunum sem legið hafa í einskonar þagnargildum, en með umfjöllun sinni hefur Bubbi jafnvel opnað umræður og vakið athygli á einstökum málum eða málaflokkum.Það er einn þeirra þátta sem hafa haldið Bubba á toppi vinsælda í gegnum tíðina.

Það er líka svolítið hlálegt að allt frá Plágunni 1981 hafa blaðamenn imprað á því við hann í viðtölum að hann sé ekki eins beyttur í textum sínum og áður og hverju það sæti. Þessi staðlausa fyrirspurn hefur svo skotið upp kollinum með reglulegu millibili í gegnum tíðina. En þeim hefur nú réttilega oftast, alfarið verið vísað á bug jafn harðan. Enda brosleg svo ekki sé meira sagt.

Bubbi hefur haldið sig við þá forskrift sem hann lagði með upp í tónlistarferðalagið sitt; það er að syngja fyrst og fremst um það sem honum sýnist þegar honum sýnist svo þá stundina. Þessi ákvörðun hans hefur átt sinn þátt í sérstöðu hans í íslenskri tónlistarflóru. -

Oft hefa menn póstað okkur hingað á bubbi.is og spurt um merkingar þessa lags eða annars. Til að svara einhverjum slíkur fyrirspurnum þá kíkjum við í gömul viðtöl og greinar þar sem Bubbi hefur sjálfur tjáð sig um lögin sín og hér segir hann sjálfur frá einu og öðru er snýr að nokkrum laga hans.

13. október 2008 hóf nýr þáttur göngu sína á Rás 2 á Mánudagskvöldum eftir 10. fréttir. Þátturinn sem var undir stjórn Bubba Morthens hlaut heitið Færibandið, og er enn á dagskrá Rásarinnar. Fjölmargir harðir aðdáendur Bubba fögnuðu honum óspart þegar ljóst var að Bubbi lagði upp með að byrja kvöldið á að flytja nýtt áður óútgefið lag einn með kassagítarinn í beinni útsendingu. Umræðan var dægurmál líðandi stundar og pólitíkin og það hrun sem skollið hafði yfir íslenskt samfélag var umræðugrunnurinn.

Image
Dæmigerð fyrirsögn blaða 1994

Ísland hefur undanfarin ár gengið í gegnum meiri efnahagsþrengingar en nokkru sinni áður. Mönnum er tírætt um að nú þurfi að fara að láta hendur standa fram úr ermmum og gert eitt og annað eigi landið ekki hreinlega að fara á hausinn. Mitt í umræðunnu virðist ákveðinn hópur fólks hafa gleymst. Atvinnulausir! Við höfum áður gengið í gegnum þrengingar. Atvinnuleysi er ekki nýtt af nálinni, þó ekki sé neinu saman að jafna er full ástæða til að rifja upp atburði og ástand sem hér var fyrir 17 árum síða. Bubbi Morthens  lagði sitt á vogaskálarnar rétt eins og nú.

Sum lög Bubba virðast eilíf, þau ganga endalaust í endurnýjun lífdaga, Því miður mætti kannski segja í sumum tilfellum. Allavega í þessu tilfelli því hér minnumst við á lag sem átti þátt í viðhorfsbreytinu hjá fjölmörgum og heitið varð fleygt um leið.

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.