Bubbi segir sjálfur frá
Fyrir okkur aðdáendur Bubba hafa textar Bubba Morthens ávalt skipt máli. Enda hefur hann þar tekið á mörgum málunum sem legið hafa í einskonar þagnargildum, en með umfjöllun sinni hefur Bubbi jafnvel opnað umræður og vakið athygli á einstökum málum eða málaflokkum.Það er einn þeirra þátta sem hafa haldið Bubba á toppi vinsælda í gegnum tíðina.
Það er líka svolítið hlálegt að allt frá Plágunni 1981 hafa blaðamenn imprað á því við hann í viðtölum að hann sé ekki eins beyttur í textum sínum og áður og hverju það sæti. Þessi staðlausa fyrirspurn hefur svo skotið upp kollinum með reglulegu millibili í gegnum tíðina. En þeim hefur nú réttilega oftast, alfarið verið vísað á bug jafn harðan. Enda brosleg svo ekki sé meira sagt.
Bubbi hefur haldið sig við þá forskrift sem hann lagði með upp í tónlistarferðalagið sitt; það er að syngja fyrst og fremst um það sem honum sýnist þegar honum sýnist svo þá stundina. Þessi ákvörðun hans hefur átt sinn þátt í sérstöðu hans í íslenskri tónlistarflóru. -
Oft hefa menn póstað okkur hingað á bubbi.is og spurt um merkingar þessa lags eða annars. Til að svara einhverjum slíkur fyrirspurnum þá kíkjum við í gömul viðtöl og greinar þar sem Bubbi hefur sjálfur tjáð sig um lögin sín og hér segir hann sjálfur frá einu og öðru er snýr að nokkrum laga hans.
Read more: Bubbi un nokkur lög sín