Main Header

Allir sem eitthvað fylgjast með vita að Bubbi er þessa dagana að leggja lokahönd á ,,soul" plötu ásamt meðreiðarsveinum sem kalla sig Sólskuggarnir. Menn ganga út frá því að hér sé um hreina og klára hljóðvers sólóplötu með nýju efni að ræða frá Bubba Morthens.  En verður þessi plata hrein og klár sólóplata Bubba eða hvað. Ef svo verður er þetta 24. hljóðverðs-sólóplatan með nýju efni. Því á ferlinum eru plötur sem margir telja að séu sólóplötur Bubba en er það þó ekki..... 

 ....Við skulum þó byrja á að lista plöturnar hans áður en lengra er haldið.

Það er í mörg horn að líta þegar ráðist er í útgáfu á plötu. Eitt þeirra er umslag plötunnar, hönnun þess og útlit. Eins undarlega og það kann að hljóma virðast sem menn leggi mismikið upp úr þessum þætti og útkoman stundum í samræmi við það. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið og sannað með könnunum  að vel gert umslag getur haft aukin áhrif á sölu platna, eins getur allt eins talist líklegt að illa gert umslag geti dregið úr sölunni. Umslagið er jú það fyrsta sem blasir við kaupandanum. Þegar fjallað er um umbúðir og frágang platna má heyra á mörgum að þeir sakna LP plötunnar. Þar sem ummálið c.a. þrjátíu og einn og hálfur sentimetri á hvern kant á móti tólf sentimetrum CD kápunnar. Og LP plötuumslagið mátti fjórfalda í stærð með því að hafa svokallað samanbrotið albúm (gatefold sleeve) sem urðu áberandi um miðjan sjöunda áratuginn. Í þessum mola ætlum við að líta rétt yfir söguna í þessum efnum.

Saga Þorláksmessutónleika Bubba 1985 til 2011

Image
Háskólabíó 2011 (mynd: mbl/Golli)

Þorláksmessutónleikar Bubba, eins og við þekkjum þá í dag voru fyrst haldnir árið 1985. Tónleikarnir árið 2011 voru því 27. Þoláksmessutónleikarnir sem hann hefur haldið. Fyrstu árin fóru þeir fram á Hótel Borg og var Bubba þá oft tírætt um að þetta væru ekki eiginlegir tónleikar. Öllu heldur einskonar slútt á árinu, svona eins og síldarslúttið í gamla daga. Frekar djammsession en tónleikar, þar sem gestum og gangandi var jafnvel boðið að koma og spila með ef svo bar undir. Bubbi vildi meina að hann væri fyrst og fremst að þakka fyrir sig, þakka plötukaupendum og tónleikagestum fyrir stuðninginn á líðandi ári með þessum tónleikum.

Vinsældalistar / Sölulistar

Bubbi.is hefur nú skráð vikur fyrir viku stöðu platna á vinsældalistum (Best seldu plötunum) sem birtir hafa verið sem og lista vinsælustu laga þar sem Bubbi kemur fram á sem flytjandi. Í tölunum hér fyrir neðan eru ekki taldar plötur eða lög þar sem aðrir flytja verk hans nema þá aðeins að hann komi sjálfur að flutningi verksins á einhvern hátt. Menn geta svo leikið sér með þessar  tölur, t.d. deilt í þær með 52 og fundið út árafjölda ef þeim sýnist svo.

Image
12 tommu platan

Sum lög eiga heima á plötum, En til eru lög sem eru nánast orðin heimilislaus eftir margra ára búsetu á gömlum vínylplötum og hafa ekki fengið endurnýjun á varanlegum dvalarstað í formi CD platna, Eitt þeirra er lagið Skyttan, sem hefur aðeins fengið leiguhúsnæði. Þetta fornfræga lag á sér sögu. Það náði miklum vinsældum þegar það kom fyrst út og enn í dag er á það litið sem einn af gullmolum úr djúpri gullkistu Bubba Morthens. Í þessum mola segjum við svolítið frá þessu lagi. Lagið sem bjó á 12 tommu plötu með lögum Sykurmolanna sem nágranna á B-hliðinni, hefur um margra ára skeið aðeins verið í leiguhúsnæði á CD útgáfu plötunnar Frelsi til sölu. Hver örlög þess verða veit enginn, að örðu leyti en að mun lifa meðal okkar en hvar?.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.